Sport

Smicer óttast meiðslin

Tékkneski miðjumaðurinn hjá Liverpool, Vladimir Smicer, óttast að ferill hans gæti verið á enda í kjölfar slæmra meiðsla á hné sem hann varð fyrir á æfingamóti í Bandaríkjunum á dögunum. "Maður getur ekki verið annað en óttasleginn. Læknarnir segja að það séu 75% líkur á að ég nái mér að fullu en það segir manni að það séu 25% líkur á að ferillinn sé á enda. Það eina sem ég get gert er að vona það besta," sagði hinn 31 árs gamli Vladimir Smicer.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×