Sport

Newcastle framlengir ekki

Newcastle ætlar ekki að framlengja samninginn við knattspyrnustjóra sinn, hinn 71 árs gamla Bobby Robson, þegar hann rennur út næsta vor. Freddy Shephard, stjórnarformaður félagsins, sagði að Newcastle þyrfti að fara að horfa til framtíðar því Robson yrði ekki eilífur í starfi. Robson var ekki sáttur við þessi ummæli Shephards og hefur krafist fundar með honum þar sem hann telur að hann hafi ekki vitað af þessari ætlun Newcastle. Talið er líklegt að Alan Shearer, sem hyggst hætta að spila eftir þetta tímabil, taki við af Robson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×