Sport

Stojakovic ekki með á ÓL

Predrag Stojakovic, framherjinn snjalli hjá Sacramento Kings, ætlar ekki að spila með Serbíu/Svartfjallalandi á Ólympíuleikunum í Aþenu í næsta mánuði. Stojakovic sagðist vera þreyttur eftir að hafa spilað sex sumur í röð með landsliðinu og sagði ákvörðun sína óhagganlega. Hann verður hins vegar í Grikklandi á meðan leikunum stendur því hann er að klára herskylduna í gríska hernum. Stojakovic er með tvöfalt ríkisfang, bæði grískt og serbneskt, og ætlar að horfa á leikina í sjónvarpinu eftir að herskyldunni lýkur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×