Sport

Robbie Keane meiddur

Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham varð fyrir miklu áfalli í fyrrakvöld þegar þeirra besti framherji, Írinn Robbie Keane, meiddist illa á ökkla í æfingaleik gegn skoska liðinu Rangers. Keane var borinn út af eftir samstuð og nú er óvíst hvort hann verður með í fyrsta leik Tottenham í ensku úrvalsdeildinni gegn Liverpool. Jacques Santini, knattspyrnustjóri Tottenham, sagðist vonast til að meiðslin væru ekki alvarleg en lét það jafnframt fylgja að það væri slæmt að vera án Keane í leiknum gegn Liverpool.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×