Sport

Celtic sigraði United

Celtic bar sigurorð af Manchester United, 2-1, í leik liðanna í Champions World mótinu í fótbolta í fyrrinótt. Chris Sutton kom Celtic yfir úr vítaspyrnu eftir að Jonathan Spector, hinn ungi varnarmaður Manchester United, hafði brotið á Stilian Petrov. Framherjinn Alan Smith jafnaði metin fyrir Manchester United með sínum fyrsta marki fyrir félagið en hinn tvítugi Craig Beattie, sem hefur farið á kostum í þessu móti, skoraði sigurmark Celtic eftir að Roy Keane, fyrirliði Manchester United, hafði misst boltann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×