Sport

Wenger viss um Vieira

Arsene Wenger er ekki af baki dottinn enn og segist þess fullviss að miðvallarleikmaðurinn franski, Patrick Vieira, muni ekki yfirgefa herbúðir Arsenal. Allt bendir þó til þess að Vieira muni á allra næstu dögum ganga til liðs við Real Madrid og virðist Wenger vera sá eini sem hefur trú á að kappinn fari hvergi. Talað hefur verið um að Real Madrid þurfi að punga út 30 milljónum fyrir kappann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×