Sport

Iversen til Valerenga

Og meira tengt Tottenham. Steffen Iversen, fyrrum leikmaður Tottenham og Wolves, hefur snúið aftur til heimalandsins, Noregs, og gengið til liðs við Valerenga, en með því liði spilar einmitt Árni Gautur Arason, landsliðsmarkvörður okkar Íslendinga. Hinn 28 ára Iversen gerði þriggja mánaða samning við félagið en þess má geta að karl faðir hans, Odd Iversen, lék með því á áttunda áratug nýliðinnar aldar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×