Glöggur og fer sínar leiðir 25. júlí 2004 00:01 Maður vikunnar - Jón Helgi Guðmundsson, eigandi Byko Kastljósið beindist að Jóni Helga Guðmundssyni, eiganda Byko, í vikunni þegar fréttist að dóttir hans Steinunn hefði tryggt sér tæplega fimm prósenta hlut í Íslandsbanka. Jón Helgi sóttist ekki sjálfur eftir því að kastljósið beindist að honum eða þessum viðskiptum. Bæði af viðskiptalegum ástæðum og því að hann er ekki mikið fyrir kastljósið. Hann er hvorki hneigður fyrir það að berast á, né að vera áberandi. Hann er jafnvel sagður hafa nokkra fyrirlitningu á þeim sem vilja auglýsa ríkidæmi sitt og veldi. Jón Helgi er 57 ára og hefur frá fimmtán ára aldri unnið við fjölskyldufyrirtækið Byko. Fyrst með skóla, en síðan helgaði hann fyrirtækinu krafta sína. Hann er stúdent frá MR 1967 og lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Í millitíðinni brá hann sér í nám til Þýskalands og síðar stundaði hann einnig nám í Bandaríkjunum. Hann er áhugamaður um íþróttir og leikur körfubolta með félögum sínum. Þá hittir hann reglulega gamla félaga sína úr viðskiptafræðinni til að tefla. Hann keypti alla aðra eigendur Byko út úr rekstrinum og á það einn fyrir utan fjögurra prósenta hlut sem er í eigu móður hans. Faðir hans stofnaði fyrirtækið, en Jón Helgi hefur stýrt vexti þess og eflingu í tvo áratugi. Margir sem rætt var við segja Jón Helga dæmigerðan fyrir fyrstu kynslóð í viðskiptalífinu. Þeir sem fylgst hafa með viðskiptaferli hans segja hann einfara í viðskiptum. Hann vilji ráða för. Honum er lýst sem miklum rekstrarmanni sem haldi vel utan um rekstur fyrirtækja sinna. Tilraunir hans til þess að fjárfesta með öðrum sterkum kaupsýslumönnum hafa endað með því að hann hefur annaðhvort keypt þá út eða selt sjálfur. Einfari í viðskiptum segja sumir og jafnvel svolítill eintrjáningur. Hann er þó sagður eiga auðvelt með að vinna með fólki og að hann hafi lag á að velja sér gott fólk. Hann hafi þó alltaf eigin markmið að leiðarljósi og nánustu samstarfsmenn hans þurfi ekki að fara í grafgötur um að hans stefnu beri að fylgja. Uppbygging rekstrarins ber stefnu hans gott vitni. Vegferð Byko hefur verið farsæl og Jóni Helga hefur tekist vel með útrás og uppbyggingu fyrirtækisins. Menn segjan hann einkar glöggan á allt sem snýr að rekstrinum. Bykó hefur alltaf skilað hagnaði. Það verður að teljast afar gott því byggingariðnaðurinn sveiflast talsvert og reksturinn því þurft að aðlaga sig að tímabilum þar sem framkvæmdir eru í lágmarki og tryggir viðskiptavinir hafa átt í vandræðum með að greiða reikningana. Jón Helgi hefur á undanförnum árum byggt upp öflugt viðskiptaveldi og er talinn með öflugustu mönnum íslensks viðskiptalífs. Tímaritið Frjáls verslun valdi hann mann ársins í viðskiptalífinu fyrir síðasta ár. Í viðtali af því tilefni segist Jón Helgi vera tækifærissinni í viðskiptum. Hann eignaðist hlut í Búnaðarbankanum þegar fjárfestingarfélagið Gilding rann inn í bankann. Gildingarhópurinn hafði verulegan áhuga á því að verða kjölfesta í Búnaðarbankanum. Ekki var pólitískur vilji fyrir því. Athafnir og fjárfestingar Jóns Helga eru ekki taldar stjórnast af völdum eða pólitískum hvötum. Að því leyti sé hann maður nýja tímans sem horfi eingöngu til viðskiptahagsmuna við ákvarðanir sínar. Einn úr viðskiptalífinu orðaði það svo að Jón Helgi væri alltaf á eigin forsendum í því sem hann væri að gera. Þess vegna væri oft erfitt að átta sig á honum og lesa í það sem hann væri að gera með fjárfestingum sínum. Óútreiknanlegur var lýsingarorð annars. Hann er sagður tregur til þess að gefa sig upp og ekki gjarn á að gefa mönnum loforð um framhaldið. Tækifærin sem myndast gætu verið í berhögg við gefin loforð og því betra á láta þau eiga sig. Ekki er heldur hægt að segja að Jón Helgi hafi bundið trúss sitt við neinar viðskiptablokkir. Hann hefur unnið bæði með Björgólfi Guðmundssyni og S-hópnum og ekki að efa að hann sé tilbúinn að starfa með þeim sem nú ráða för í Íslandsbanka. Hvað hann ætlar sér það er ráðgáta sem hann mun örugglega ekki upplýsa fyrr en með verkum sínum -- og þau verða á hans forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Maður vikunnar - Jón Helgi Guðmundsson, eigandi Byko Kastljósið beindist að Jóni Helga Guðmundssyni, eiganda Byko, í vikunni þegar fréttist að dóttir hans Steinunn hefði tryggt sér tæplega fimm prósenta hlut í Íslandsbanka. Jón Helgi sóttist ekki sjálfur eftir því að kastljósið beindist að honum eða þessum viðskiptum. Bæði af viðskiptalegum ástæðum og því að hann er ekki mikið fyrir kastljósið. Hann er hvorki hneigður fyrir það að berast á, né að vera áberandi. Hann er jafnvel sagður hafa nokkra fyrirlitningu á þeim sem vilja auglýsa ríkidæmi sitt og veldi. Jón Helgi er 57 ára og hefur frá fimmtán ára aldri unnið við fjölskyldufyrirtækið Byko. Fyrst með skóla, en síðan helgaði hann fyrirtækinu krafta sína. Hann er stúdent frá MR 1967 og lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Í millitíðinni brá hann sér í nám til Þýskalands og síðar stundaði hann einnig nám í Bandaríkjunum. Hann er áhugamaður um íþróttir og leikur körfubolta með félögum sínum. Þá hittir hann reglulega gamla félaga sína úr viðskiptafræðinni til að tefla. Hann keypti alla aðra eigendur Byko út úr rekstrinum og á það einn fyrir utan fjögurra prósenta hlut sem er í eigu móður hans. Faðir hans stofnaði fyrirtækið, en Jón Helgi hefur stýrt vexti þess og eflingu í tvo áratugi. Margir sem rætt var við segja Jón Helga dæmigerðan fyrir fyrstu kynslóð í viðskiptalífinu. Þeir sem fylgst hafa með viðskiptaferli hans segja hann einfara í viðskiptum. Hann vilji ráða för. Honum er lýst sem miklum rekstrarmanni sem haldi vel utan um rekstur fyrirtækja sinna. Tilraunir hans til þess að fjárfesta með öðrum sterkum kaupsýslumönnum hafa endað með því að hann hefur annaðhvort keypt þá út eða selt sjálfur. Einfari í viðskiptum segja sumir og jafnvel svolítill eintrjáningur. Hann er þó sagður eiga auðvelt með að vinna með fólki og að hann hafi lag á að velja sér gott fólk. Hann hafi þó alltaf eigin markmið að leiðarljósi og nánustu samstarfsmenn hans þurfi ekki að fara í grafgötur um að hans stefnu beri að fylgja. Uppbygging rekstrarins ber stefnu hans gott vitni. Vegferð Byko hefur verið farsæl og Jóni Helga hefur tekist vel með útrás og uppbyggingu fyrirtækisins. Menn segjan hann einkar glöggan á allt sem snýr að rekstrinum. Bykó hefur alltaf skilað hagnaði. Það verður að teljast afar gott því byggingariðnaðurinn sveiflast talsvert og reksturinn því þurft að aðlaga sig að tímabilum þar sem framkvæmdir eru í lágmarki og tryggir viðskiptavinir hafa átt í vandræðum með að greiða reikningana. Jón Helgi hefur á undanförnum árum byggt upp öflugt viðskiptaveldi og er talinn með öflugustu mönnum íslensks viðskiptalífs. Tímaritið Frjáls verslun valdi hann mann ársins í viðskiptalífinu fyrir síðasta ár. Í viðtali af því tilefni segist Jón Helgi vera tækifærissinni í viðskiptum. Hann eignaðist hlut í Búnaðarbankanum þegar fjárfestingarfélagið Gilding rann inn í bankann. Gildingarhópurinn hafði verulegan áhuga á því að verða kjölfesta í Búnaðarbankanum. Ekki var pólitískur vilji fyrir því. Athafnir og fjárfestingar Jóns Helga eru ekki taldar stjórnast af völdum eða pólitískum hvötum. Að því leyti sé hann maður nýja tímans sem horfi eingöngu til viðskiptahagsmuna við ákvarðanir sínar. Einn úr viðskiptalífinu orðaði það svo að Jón Helgi væri alltaf á eigin forsendum í því sem hann væri að gera. Þess vegna væri oft erfitt að átta sig á honum og lesa í það sem hann væri að gera með fjárfestingum sínum. Óútreiknanlegur var lýsingarorð annars. Hann er sagður tregur til þess að gefa sig upp og ekki gjarn á að gefa mönnum loforð um framhaldið. Tækifærin sem myndast gætu verið í berhögg við gefin loforð og því betra á láta þau eiga sig. Ekki er heldur hægt að segja að Jón Helgi hafi bundið trúss sitt við neinar viðskiptablokkir. Hann hefur unnið bæði með Björgólfi Guðmundssyni og S-hópnum og ekki að efa að hann sé tilbúinn að starfa með þeim sem nú ráða för í Íslandsbanka. Hvað hann ætlar sér það er ráðgáta sem hann mun örugglega ekki upplýsa fyrr en með verkum sínum -- og þau verða á hans forsendum.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar