Sport

Gagnrýni kostaði 10 ára bann

Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, hefur löngum eldað grátt silfur saman við Sómalann Farah Addo, sem hefur verið formaður sómalíska knattspyrnusambandsins og varaformaður Knattspyrnusambands Afríku. Addo hefur gagnrýnt Blatter harkalega fyrir spillingu og hélt því meðal annars fram að Blatter hefði boðið honum gull og græna skóga fyrir að styðja sig í baráttunni um formannsstólinn hjá FIFA árið 1998. Blatter reiddist mjög og nú hefur Addo verið strikaður út af knattspyrnusakramentinu næstu tíu árin eftir að aganefnd Alþjóða knattspyrnusambandsins dæmdi hann í tíu ára bann fyrir að nýta peninga frá sambandinu sem ætlaðir voru til uppbyggingar í Sómalíu í eigin þágu. Þetta er í fyrsta sinn sem Alþjóða knattspyrnusambandið dæmir mann í slíkt bann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×