Halló, halló, staldraðu við! 20. júlí 2004 00:01 Fjölmiðlar - Björgvin Ólafsson Mér hefur virst fjölmiðlaumræðan snúast svolítið um keisarans skegg og vanta stefnumótunarumræðu og yfirsýn. Hvernig fjölmiðla viljum við? Ég veit ekki um neina nema harðsvíraða frjálshyggjupostula sem eru ekki sammála því að það verði að setja lög um eignarhald á fjölmiðlum og flestir eru sammála um að það þurfi að taka á málefnum RÚV og nefna nefskatt í stað afnotagjalda, setja það á fjárlög, breyta því í hlutafélag eða jafnvel selja það. En hvað svo? Það eru til þrjár megingerðir sjónvarpsstöðva; almenningssjónvarp, áskriftarsjónvarp og auglýsingasjónvarp. RÚV er almenningssjónvarp rekið af ríkinu og hlutverk þess á að vera að viðhalda tungunni, þjóðerninu og styrkja sjálfsmynd og menningu okkar. Stöð 2, Sýn og Bíórásin eru áskriftarsjónvarpsstöðvar, þeirra hlutverk er að selja afþreyingu. Popptíví og Skjár einn eru auglýsingastöðvar, þær eru opnar öllum, fjármagnaðar af auglýsingum sem borga fyrir efnið sem í þeim er. Milli þessara flokka er ekki samkeppni og útilokað að bera þessar stöðvar saman nema innan hvers flokks fyrir sig. Í almenningssjónvarpi á að vera efni sem kemur okkur við sem þjóð, hlutlausar ábyrgar fréttir, umræður um þjóðmál, íslenskt menningarefni, þættir um íslensk málefni, sögu og tungu. Þar á allt að vera á íslensku nema það hafi sérstakt menningargildi eða að sérstakar aðstæður krefjist þess, ekkert erlent fjöldaframleiðsluefni nema það hafi klára skírskotun í íslenska menningu. Íslenskt almenningssjónvarp á að vera án auglýsinga og kostunar og hafa nægjanlegt svigrúm til að kaupa íslenska menningar- og þjóðmálaþætti af innlendum kvikmyndagerðarmönnum. Dagskrárstefnan á að vera íslensk menning og þjóðmál, á íslensku, basta. Að láta Ríkisútvarpið keppa við áskriftar- og auglýsingasjónvarp á dagskrár-, kostunar-, og auglýsingamarkaði skekkir verulega landslagið og gerir alla samkeppni fáránlega. Áskriftarsjónvarp er svo allt annars eðlis. Þar kaupum við okkur þá afþreyingu sem hugur okkar stendur til. Hvort heldur það er fótbolti, amerískar sápur eða kvikmyndir. Í kjölfar stafrænnar byltingar í sjónvarpi sem væntanlega er á næstu grösum, verður áskriftarsjónvarp þannig að við borgum aðeins fyrir það sem við horfum á og efni þeirra verður æ meira sérhæft eins og sést á þróuninni varðandi Sýn og Bíórásina. Við fáum íþróttarásir, barnarásir, fréttarásir, kvikmyndarásir, þáttarásir osfrv. Það er eðlilegt að sett séu lög um eignarhald á áskriftarsjónvarpi og jafnvel má færa að því rök að hvorki ættu að vera auglýsingar né kostun í áskriftarsjónvarpi. Lög um eignarhald og auglýsingar eiga að tryggja að neytendur fái þá dagskrá sem þeir borga fyrir, að áskriftargjöldin fari óskipt í það að kaupa efni. Auglýsingasjónvarp er svo einn flokkurinn enn. Þar er allt annað upp á teningnum, úrval á dagskrárefni fyrir opnar auglýsingastöðvar er ekki eins nýtt og gott og fyrir aðrar stöðvar og ég sé ekkert sem mælir gegn því að hver sem er geti opnað þessháttar sjónvarpsstöð svo fremi að það sé skýrt hverjir eiga hana. Ef markaðsráðandi fyrirtæki á matvörumarkaði vill opna matreiðslusjónvarp og auglýsa vöruna sína þar ætti það að vera í góðu lagi. Við vitum hver á hana, við vitum hver auglýsir í henni og ef þeim tekst að búa til stöð sem nær einhverju áhorfi geta þeir hækkað auglýsingaverðið og kannski grætt nokkrar krónur í viðbót á verkefninu. Ég sé ekki að það þurfi neinar takmarkanir á eignarhaldi á svona stöðvum. Landslagið lítur þá svona út: Við höfum eina ríkisstöð sem er íslenskt almenningssjónvarp og hefur það eitt að markmiði að styðja við íslenska menningu og þjóðerni, rekur óháða fréttatofu án afskipta stjórnmálaflokka og sinnir þjóðmálaumræðu á hlutlausum og breiðum grundvelli. Engar auglýsingar og engin kostun. Við höfum áskriftarsjónvarpsstöðvar sem keppa sín á milli um hylli landans, reyna að kaupa eins gott efni og mögulegt er til að fá sem flesta áskrifendur. Allar kannanir sýna að áhorfendur vilja sjá innlenda dagskrárgerð svo það má búast við því að hún taki kipp og það verði slegist um innlent afþreyingarefni. Það má búast við því að upp komi fleiri en ein og fleiri en tvær áskriftarstöðvar sem keppi um hylli áhorfenda sem eykur fjölbreytni og lækkar verðið samkvæmt lögmálunum um frjálsa samkeppni Svo höfum við auglýsingasjónvarp, fullt af litlum stöðvum sem reyna hvað þær geta til að ná í efni sem höfðar til áhorfenda. Þær eru stútfullar af auglýsingum og allt kostað í bak og fyrir. Þær verða áhorfskannaðar frá degi til dags til að auglýsendur geti fundið út hvar auglýsingum þeirra sé best komið fyrir. Þær auglýsingastöðvar sem verða vinsælastar, með mesta áhorfið, verða með hæsta auglýsingaverðið. Það sem er brýnast að gera fyrir íslenska fjölmiðlalandslagið er að ganga frá dreifingarmálunum þannig að stafrænt sjónvarp geti orðið að veruleika, þvínæst þarf að taka á málefnum RÚV, búa til úr því íslenskt almenningssjónvarp og losa það af afþreyingar-, auglýsinga- og kostunarmarkaði og þá fyrst er hægt að taka afstöðu til hvort það yrði fjármagnað með afnotagjöldum, nefskatti eða sett á fjárlög. Svo þarf að setja lög um eignarhald á áskriftarsjónvarpi. Markmið þessháttar laga verður að snúast um að tryggja hag neytenda, að þeir fái þá dagskrá sem þeir borga fyrir en að peningar þeirra fari ekki í að gera fjármálaspekúlöntum kleift að eignast feita bankareikninga í útlöndum. Þegar þetta allt er í höfn geta þeir jón og sérajón, eða bara hvaða jón sem er, opnað eins margar auglýsingasjónvarpsstöðvar og þeir hafa lyst á og tíma að eyða peningunum sínum í. Þær hugmyndir sem settar eru fram hér í þessum pistli eru ekki úthugsuð, endanleg lausn á því hvernig landslagið í sjónvarpi á að líta út, heldur aðeins tilraun til að velta upp fleiri möguleikum í stöðunni og reyna að skoða málið í pínulítið víðara samhengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar - Björgvin Ólafsson Mér hefur virst fjölmiðlaumræðan snúast svolítið um keisarans skegg og vanta stefnumótunarumræðu og yfirsýn. Hvernig fjölmiðla viljum við? Ég veit ekki um neina nema harðsvíraða frjálshyggjupostula sem eru ekki sammála því að það verði að setja lög um eignarhald á fjölmiðlum og flestir eru sammála um að það þurfi að taka á málefnum RÚV og nefna nefskatt í stað afnotagjalda, setja það á fjárlög, breyta því í hlutafélag eða jafnvel selja það. En hvað svo? Það eru til þrjár megingerðir sjónvarpsstöðva; almenningssjónvarp, áskriftarsjónvarp og auglýsingasjónvarp. RÚV er almenningssjónvarp rekið af ríkinu og hlutverk þess á að vera að viðhalda tungunni, þjóðerninu og styrkja sjálfsmynd og menningu okkar. Stöð 2, Sýn og Bíórásin eru áskriftarsjónvarpsstöðvar, þeirra hlutverk er að selja afþreyingu. Popptíví og Skjár einn eru auglýsingastöðvar, þær eru opnar öllum, fjármagnaðar af auglýsingum sem borga fyrir efnið sem í þeim er. Milli þessara flokka er ekki samkeppni og útilokað að bera þessar stöðvar saman nema innan hvers flokks fyrir sig. Í almenningssjónvarpi á að vera efni sem kemur okkur við sem þjóð, hlutlausar ábyrgar fréttir, umræður um þjóðmál, íslenskt menningarefni, þættir um íslensk málefni, sögu og tungu. Þar á allt að vera á íslensku nema það hafi sérstakt menningargildi eða að sérstakar aðstæður krefjist þess, ekkert erlent fjöldaframleiðsluefni nema það hafi klára skírskotun í íslenska menningu. Íslenskt almenningssjónvarp á að vera án auglýsinga og kostunar og hafa nægjanlegt svigrúm til að kaupa íslenska menningar- og þjóðmálaþætti af innlendum kvikmyndagerðarmönnum. Dagskrárstefnan á að vera íslensk menning og þjóðmál, á íslensku, basta. Að láta Ríkisútvarpið keppa við áskriftar- og auglýsingasjónvarp á dagskrár-, kostunar-, og auglýsingamarkaði skekkir verulega landslagið og gerir alla samkeppni fáránlega. Áskriftarsjónvarp er svo allt annars eðlis. Þar kaupum við okkur þá afþreyingu sem hugur okkar stendur til. Hvort heldur það er fótbolti, amerískar sápur eða kvikmyndir. Í kjölfar stafrænnar byltingar í sjónvarpi sem væntanlega er á næstu grösum, verður áskriftarsjónvarp þannig að við borgum aðeins fyrir það sem við horfum á og efni þeirra verður æ meira sérhæft eins og sést á þróuninni varðandi Sýn og Bíórásina. Við fáum íþróttarásir, barnarásir, fréttarásir, kvikmyndarásir, þáttarásir osfrv. Það er eðlilegt að sett séu lög um eignarhald á áskriftarsjónvarpi og jafnvel má færa að því rök að hvorki ættu að vera auglýsingar né kostun í áskriftarsjónvarpi. Lög um eignarhald og auglýsingar eiga að tryggja að neytendur fái þá dagskrá sem þeir borga fyrir, að áskriftargjöldin fari óskipt í það að kaupa efni. Auglýsingasjónvarp er svo einn flokkurinn enn. Þar er allt annað upp á teningnum, úrval á dagskrárefni fyrir opnar auglýsingastöðvar er ekki eins nýtt og gott og fyrir aðrar stöðvar og ég sé ekkert sem mælir gegn því að hver sem er geti opnað þessháttar sjónvarpsstöð svo fremi að það sé skýrt hverjir eiga hana. Ef markaðsráðandi fyrirtæki á matvörumarkaði vill opna matreiðslusjónvarp og auglýsa vöruna sína þar ætti það að vera í góðu lagi. Við vitum hver á hana, við vitum hver auglýsir í henni og ef þeim tekst að búa til stöð sem nær einhverju áhorfi geta þeir hækkað auglýsingaverðið og kannski grætt nokkrar krónur í viðbót á verkefninu. Ég sé ekki að það þurfi neinar takmarkanir á eignarhaldi á svona stöðvum. Landslagið lítur þá svona út: Við höfum eina ríkisstöð sem er íslenskt almenningssjónvarp og hefur það eitt að markmiði að styðja við íslenska menningu og þjóðerni, rekur óháða fréttatofu án afskipta stjórnmálaflokka og sinnir þjóðmálaumræðu á hlutlausum og breiðum grundvelli. Engar auglýsingar og engin kostun. Við höfum áskriftarsjónvarpsstöðvar sem keppa sín á milli um hylli landans, reyna að kaupa eins gott efni og mögulegt er til að fá sem flesta áskrifendur. Allar kannanir sýna að áhorfendur vilja sjá innlenda dagskrárgerð svo það má búast við því að hún taki kipp og það verði slegist um innlent afþreyingarefni. Það má búast við því að upp komi fleiri en ein og fleiri en tvær áskriftarstöðvar sem keppi um hylli áhorfenda sem eykur fjölbreytni og lækkar verðið samkvæmt lögmálunum um frjálsa samkeppni Svo höfum við auglýsingasjónvarp, fullt af litlum stöðvum sem reyna hvað þær geta til að ná í efni sem höfðar til áhorfenda. Þær eru stútfullar af auglýsingum og allt kostað í bak og fyrir. Þær verða áhorfskannaðar frá degi til dags til að auglýsendur geti fundið út hvar auglýsingum þeirra sé best komið fyrir. Þær auglýsingastöðvar sem verða vinsælastar, með mesta áhorfið, verða með hæsta auglýsingaverðið. Það sem er brýnast að gera fyrir íslenska fjölmiðlalandslagið er að ganga frá dreifingarmálunum þannig að stafrænt sjónvarp geti orðið að veruleika, þvínæst þarf að taka á málefnum RÚV, búa til úr því íslenskt almenningssjónvarp og losa það af afþreyingar-, auglýsinga- og kostunarmarkaði og þá fyrst er hægt að taka afstöðu til hvort það yrði fjármagnað með afnotagjöldum, nefskatti eða sett á fjárlög. Svo þarf að setja lög um eignarhald á áskriftarsjónvarpi. Markmið þessháttar laga verður að snúast um að tryggja hag neytenda, að þeir fái þá dagskrá sem þeir borga fyrir en að peningar þeirra fari ekki í að gera fjármálaspekúlöntum kleift að eignast feita bankareikninga í útlöndum. Þegar þetta allt er í höfn geta þeir jón og sérajón, eða bara hvaða jón sem er, opnað eins margar auglýsingasjónvarpsstöðvar og þeir hafa lyst á og tíma að eyða peningunum sínum í. Þær hugmyndir sem settar eru fram hér í þessum pistli eru ekki úthugsuð, endanleg lausn á því hvernig landslagið í sjónvarpi á að líta út, heldur aðeins tilraun til að velta upp fleiri möguleikum í stöðunni og reyna að skoða málið í pínulítið víðara samhengi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun