Sport

Pálmi Rafn tryggði KA stig gegn FH

Pálmi Rafn Pálmason tryggði KA stig gegn FH í Kaplakrika með sérstöku marki af 30 metra færi. Leiknum lyktaði 2-2 eftir að FH hafði yfir 2-1 í hálfleik. Atli Viðar Björnsson og Allan Borgvardt skoruðu fyrir FH í leiknum en Jóhann Þórhallsson hafði komið KA í 1-0. Fylkir heldur því enn tveggja stiga forskoti á toppnum en FH hafði getað komist á toppinn með tveggja marka sigri og upp að hlið Fylkis með sigri. Það tókst ekki en KA-menn komust upp í sjötta sætið með þessu jafntefli en þeir hafa náð í 7 af 11 stigum sínum í sumar á útivelli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×