Sport

Skemmtilegasta mótið hjá Sunnu

"Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt mót, líklega skemmtilegasta keppni sem ég hef tekið þátt í hér á landi. Brautirnar mjög góðar, veðrið eins og best verður á kosið og allar tímasetningar staðist frábærlega. Hlutirnir hafa líka gengið upp hjá mér, mjög ánægjulegt að æfingarnar og undirbúningurinn sé að skila sér," sagði Sunna Gestsdóttir úr UMSS sem vann besta afrek í kvennagreinum á mótinu í 200 metra hlaupi. Þegar við hittum Sunnu að máli á laugardag var hún nýbúin að vinna þetta afrek, á tíma undir landsmótsmeti sem fékkst reyndar ekki staðfest vegna of mikils meðvinds. Fyrr um daginn setti Sunna landsmótsmet í langstökki, stökk 5,99, og á sunnudagsmorgun sigraði hún einnig í 100 metra hlaupi á 11,99, sem er nýtt landsmótsmet. Það var þó ekki Sunna sem hlaut flest stig í kvennakeppninni, heldur stalla hennar í UMSS, Vilborg Jóhannsdóttir. Jón Arnar Magnússon var stigahæstur karla og vann einnig besta afrekið í 110 m grindahlaupi. Í heildarstigakeppni félaga fyrir allar 30 íþróttagreinarnar sem keppt var í á landsmótinu sigruðu næstu gestgjafar UMSK með 1.981 stig, gestgjafarnir UMSS urðu í 2. sæti með 1.776 og Skarphéðinsmenn, sem oftast hafa sigrað á landsmótum, urðu að láta sér lynda þriðja sætið með 1.650 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×