Sport

Landsmóti lýkur í dag

Landsmóti ungmennafélaganna lýkur í dag. Stillt og fagurt veður er nú á Sauðárkróki en allnokkuð rigndi í gærkvöldi og nótt, keppendum í gróðursetningu á landsmótinu til mikillar ánægju. Ungmennasamband Kjalarnesþings hefur forystu í heildarstigakeppninni eða 1675 stig, Héraðssambandið Skarphéðinn er í öðru sæti með 1393 stig en Ungmennasamband Skagafjarðar er í 3. sæti með 1357 stig og hefur reyndar forystu í frjálsum íþróttum. Mjög góður árangur náðist í frábæru veðri í gær. Nokkur landsmótsmet voru slegin. Sunna Gestsdóttir sló landsmótsmet í 200 metra halupi, sveit UMSK í 4x100 boðhlaupi karla, Jón Arnar Magnússon í stangarstökki og Fanney Björk Tryggvadóttir jafnaði met í stangarstökki. Þá vakti sérstaka athgyli B sveit ÍBH í 4x100 metra boðhlaupi karla sem var skipuð feðgum, í henni voru Trausti Sveinbjörnsson og synir hans Ólafur, Bjarni og Björn Traustasynir. Talið er að um 15 þúsund manns séu á landsmóti UMFÍ á Sauðárkróki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×