Sport

Mourinho segist hrifinn af Drogba

Jose Mourinho, framkvæmdastjóri Chelsea, segist handviss um að Didier Drogba yrði frábær viðbót í leikmannahóp sinn hjá Chelsea og að hann sé leikmaður sem gæti slegið í gegn í úrvalsdeildinni. Chelsea er sagt mjög nálægt því að vera búið að ganga frá kaupum á sóknarmanninum, sem kemur frá Fílabeinsströndinni. Kaupverðið yrði í kringum 2,5 milljarð króna. "Mér líkar við Drogba því hann er öðruvísi," sagði Mourinho í gær. "Við þurfum ekki leikmenn sem hafa tæknina sem Eiður Smári Guðjohnsen býr yfir. Við höfum hann til að sinna því starfi. Það sama á við um Mateja Kezman og Adrian Mutu. Drogba kemur með eitthvað nýtt," segir Mourinho. Helsti styrkur Drogba liggur í feiknum líkamlegum burði og mikilli áræðni. Hann var valinn besti leikmaður frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð með Marseille og leiddi liðið alla leið í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða, þar sem lið hans laut reyndar í lægra haldi fyrir Valencia.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×