Sport

Hoddle vill þjálfa Frakka

Glen Hoddle, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, hefur lýst yfir áhuga á að þjálfa franska landsliðið. Hoddle gerði ekki miklar rósir með enska liðið á sínum tíma og endaði svo með að segja upp eftir að hafa látið umdeild og mjög svo undarleg orð falla um fatlað fólk eins og frægt varð. Ekki er vitað hvort franska knattspyrnusambandið hafi áhuga á að ráða Hoddle í starfið. Eins og kunnugt er hætti Jacques Santini með franska liðið eftir að það féll út í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í Portúgal.    



Fleiri fréttir

Sjá meira


×