Sport

Fannar semur við grískt lið

Fannar Ólafsson, körfuboltamaður úr Keflavík, gekk gær frá samningi um að spila með gríska 2. deildarliðinu Ase Dukas á komandi tímabili. Fannar hefur æft með gríska liðinu að undanförnu og stóð sig það vel að honum var boðinn samningur. Fannar er annar íslenski leikmaðurinn sem spilar í Grikklandi en Njarðvíkingurinn Teitur Örlygsson spilaði með 1. deildarliðinu Larissa veturinn 1996 til 1997. Þetta eru góðar fréttir fyrir íslenska landsliðið sem eignast þar með sinn þriðja atvinnumann en að sama skapi slæmar fyrir Keflavíkurliðið sem missir sterkan lykilmann. Aðrir íslenskir atvinnumenn eru Jón Arnór Stefánsson hjá Dallas Mavericks og Logi Gunnarsson hjá Giessen 49ers í Þýskalandi en auk þess leikur Damon Johnson, sem er með íslenskan ríkisborgararétt, með spænska liðinu Murcia.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×