Sport

Landsmót UMFÍ hófst í dag

Landsmót ungmennafélaganna hófst á Sauðárkróki í dag. Aðstandendur mótsins búast við allt að átján þúsund manns í Skagafjörðinn um helgina. Átján stiga hiti var á Sauðárkróki í dag en þetta er 24. landsmótið sem ungmennafélögin halda. Það hófst með keppni í körfubolta í íþróttahúsinu en síðan var byrjað að keppa í borðtennis, bridds, skák, gróðursetningu, línubeitingu, frjálsum íþróttum, siglingum og glímu. Um hádegisbil á morgun verður keppni hafin í flestum af þeim þrjátíu greinum sem keppt er í á landsmótinu. Samkvæmt upplýsingum Ungmennafélags Íslands verða keppendur á Landsmóti um 2.200 talsins og gera forsvarsmenn mótsins ráð fyrir 16-18.000 gestum til Skagafjarðar. Setningarathöfn verður annað kvöld en mótinu lýkur á sunnudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×