Sport

Víkingar unnu - Jafnt í Keflavík

Víkingar unnu mikilvægan sigur á Grindavík í Landsbankadeildinni í kvöld. Grétar Sigfinnur Sigurðsson skoraði mark Víkinga í fyrri hálfleik eftir aukaspyrnu. Um miðjan síðari hálfleik fékk Sölvi Geir Ottesen að líta sitt annað gula spjald og léku Víkingar því einum færri það sem eftir lifði. Grindvíkingum tókst ekki að færa sér það í nyt og úrslitin Víkingur 1 - Grindavík 0. Leik Keflavíkur og Fram á Keflavíkurvelli lauk með 1-1 jafntefli. Þórarinn Kristjánsson skoraði mark Keflvíkinga á 22. mínútu en Jón Gunnar Gunnarsson jafnaði fyrir Fram á 40. mínútu. Í síðari hálfleik fékk Ragnar Árnason, Fram að líta sitt annað gula spjald og Frammarar léku því einum færri til leiksloka. Víkingar eru sem fyrr í níunda og næst neðsta sæti Landsbankadeildarinnar með 10 stig, eins og Grindavík og KA. Fram er í botnsætinu með 6 stig en Keflavík er í sjötta sæti með 11 stig. Sjá stöðuna í Landsbankadeildinni



Fleiri fréttir

Sjá meira


×