Sport

Wenger hafnar boði Þjóðverja

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur að sögn fjölmiðla í Þýskalandi hafnað boði þýska knattspyrnusambandsins um að taka að sér stjórn þýska landsliðsins í knattspyrnu. Wenger, sem einnig hefur verið orðaður við stjórastöður franska landsliðsins og spænska stórliðsins Real Madríd, segist ætla að klára samning sinn hjá Arsenal sem gildir til næsta árs. Hinn þýskumælandi Wenger er ekki fyrsti maðurinn sem hafnar boði um að gerast landsliðsþjálfari Þjóðverja því að áður hafði Ottmar Hitzfeld, fyrrverandi þjálfari Bayern Munchen, hafnað sama boði. Nú er talið að knattspyrnusambandið þýska muni reyna að laða Otto Rehhagel, nýbakaðan Evrópumeistara, til að taka að sér starfið. Grikkir blása hins vegar á þessar sögusagnir og segja Otto konung, eins og hann er kallaður, ætla sér að taka heimsmeistaramótið 2006 með trompi sem stjóri gríska landsliðsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×