Sport

Svíar á eftir Sölva Geir

Sölvi Geir Ottesen, hinn ungi og efnilegi varnarmaður Víkinga, er eftirsóttur þessa dagana. Útsendarar sænsku meistaranna Djurgaardens munu vera á meðal áhorfenda á Víkingsvelli í kvöld þegar Víkingar taka á móti Grindavík í Landsbankadeild karla og fylgjast með Sölva Geir kljást við Grindvíkingana Sinisa Kekic og Grétar Hjartarson. Sölvi Geir sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði frétt af áhuga sænska liðsins og væri upp með sér. "Það er alltaf gaman að heyra það þegar lið hafa áhuga og ég er viss um að sænski boltinn myndi henta mér vel. Ég stefni að því að komast út og ég tel það mjög spennandi fyrir mig að spila með liði eins og Djurgaardens. Sigurður Jónsson, þjálfari Víkinga, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ekkert væri klárt í þessum efnum og það eina sem væri öruggt væri að útsendarar félagsins yrðu á vellinum í kvöld að skoða Sölva Geir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×