Sport

HK komið á topp 1.deildar

HK komst í kvöld á topp 1. deildar karla er þeir sigruðu granna sína í Breiðablik, 3-2, í mögnuðum leik. Á sama tíma tapaði Valur mjög óvænt fyrir Stjörnunni, 3-2. Olgeir Sigurðsson gerði bæði mörk Blika í leiknum. Fyrst á 15. mínútu og síðan 53. mínútu. Gísli Freyr Ólafsson var hetja HK í leiknum en hann skoraði tvö mörk undir lokin - það fyrra á 89. mínútu en hið síðara á 90. mínútu. Stefán Eggertsson skoraði fyrsta mark HK í leiknum. Botnlið Stjörnunnar kom verulega á óvart með því að sigra topplið Vals, 3-2, að Hlíðarenda. Sigurbjörn Hreiðarsson kom Val yfir í leiknum á 20. mínútu og Matthías Guðmundsson bætti öðru markið við fjórum mínútum síðar. Ingi Þór Arnarson minnkaðu muninn fyrir  Stjörnuna á 41. mínútu. Valsmaðurinn Birkir Már Sævarsson varð síðan fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 57. mínútu og Emil Sigurðsson skoraði svo sigurmark Stjörnunnar á 69. mínútu. Njarðvík og Völsungur skildi jöfn í Njarðvík, 1-1. Magnús Ólafsson kom Njarðvík yfir á 50. mínútu en Hermann Aðalgeirsson jafnaði fyrir Völsunga á 79. mínútu. Þór og Fjölnir skildu jöfn á Akureyri, 1-1. Ibra Jagne skoraði fyrir Þór á 43. mínútu en Ilic Mladen fyrir Fjölni á 46. mínútu. Hlynur Birgisson sá rautt í leiknum. Það var einnig 1-1 jafntefli hjá Haukum og Þrótti í Hafnarfirði. Páll Einarsson kom Þrótti yfir á 8. mínútu en Arnar Steinn Einarsson jafnaði fyrir Hauka á 48. mínútu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×