Sport

Jafntefli hjá FH og KR

FH og KR gerðu jafntefli, 1-1, í Kaplakrika í kvöld. Ármann Smári Björnsson skoraði fyrir FH en Kjartan Henry Finnbogason fyrir KR. Mark Ármanns Smára kom á 19. mínútu. Þá gaf Heimir Guðjónsson laglega stungusendingu á Guðmund Sævarsson sem renndi boltanum fyrir markið þar sem Ármann Smári var og hann var ekki í vandræðum með að koma boltanum í netið. Á 59. mínútu átti Ágúst Gylfason misheppnað skot að marki FH sem varð að sendingu beint á Kjartan Henry sem lagði boltann smekklega fram hjá Daða Lárussyni, markverði FH. Leikurinn var járn í járn það sem eftir lifði og úrslitin verða að teljast sanngjörn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×