Sport

Everton býður Rooney risasamning

Forráðamenn Everton hafa boðið ungstirninu Wayne Rooney nýjan fimm ára samning. Samningurinn sem Rooney fær er sá langstærsti sem nokkur leikmaður hefur fengið hjá félaginu. Ástæðan fyrir því að þeir bjóða Rooney þennan risasamning er einföld. Man. Utd og fleiri lið eru búin að setja veiðistöngina út í ána og þegar slík lið fara á veiðar koma oftar en ekki stórlaxar á land. "Við höfum trú á því að þetta sé rétta tilboðið fyrir Wayne og í takt við það sem gerist í knattspyrnuheiminum í dag," sagði Trevor Birch, yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×