Sport

Helveg til Tottenham?

Danski landsliðsmaðurinn Thomas Helveg staðfesti það í dag að hann væri alvarlega að íhuga að ganga í raðir enska félagsins Tottenham. Helveg er hættur hjá ítalska félaginu Inter og getur gengið til liðs við hvaða lið sem er. Hann vill endilega leika í Englandi áður en hann leggur skóna á hilluna. Tottenham kemur sterklega til greina þar sem landi hans, Frank Arnesen, er yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Everton er tilbúið að stökkva í slaginn ef hann nær ekki samkomulagi við Spurs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×