Sport

Rooney ver Beckham

Wayne Rooney, helsta vonarstjarna enska landsliðsins í knattspyrnu, ver David Beckham og segist vilja sjá hann áfram sem fyrirliða landsliðsins á næstu árum. Beckham hefur legið undir nokkru ámæli eftir EM í Portúgal og nú finnst Rooney nóg komið af skömmum: "Becks er mjög góður fyrirliði. Hann veit svo sannarlega hvað hann er að gera og á skilið að vera fyrirliði enska landsliðsins áfram. Ég hef lært gríðarlega mikið af því að umgangast leikmenn eins og David Beckham og Michael Owen," sagði Rooney. Gríðarlegar umræður eru þessa dagana um framtíð Rooneys og það nýjasta er að Manchester United hefur dregið sig út úr kapphlaupinu um hann. Líklegast er talið að risaboð frá Chelsea berist á næstunni - tilboð sem Everton getur einfaldlega ekki hafnað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×