Sport

Keflavík áfram í bikarnum

Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum VISA-bikars karla þegar þeir lögðu Framara að velli á Laugardalsvelli, 1-0. Eina mark leiksins kom á 25. mínútu og það gerði Hólmar Örn Rúnarsson með skalla eftir hornspyrnu Guðmundar Steinarssonar. Leikurinn var annars lítið fyrir augað en mesta athygli vakti hversu fáir mættu á þennan leik en aðeins 362 áhorfendur borguðu sig inn á Laugardalsvöll til þess að sjá þessi lið spila.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×