Sport

Les Ferdinand til Bolton

Les Ferdinand er ekki á þeim buxunum að leggja skóna á hilluna en þessi 37 ára gamli knattspyrnumaður hefur gert samning við enska úrvalsdeildarfélagið Bolton Wanderers. Samningurinn er til eins árs og Sam Allardyce, framkvæmdastjóri Bolton, er að vonast til að Ferdinand gefi framlínu liðsins meiri kraft. Fleiri lið höfðu áhuga á að semja við Ferdinand, sem skoraði tólf mörk á síðasta keppnistímabili með Leicester, sem féll í 1. deild. Hann vildi helst af öllu halda áfram að spila í ensku úrvalsdeildinni og hefur nú orðið að ósk sinni. Les Ferdinand gerði garðinn frægan með nokkrum liðum en segja má að hápunkti ferils síns hafi hann náð með Newcastle undir stjórn Kevins Keegan á miðjum síðasta áratug.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×