Sport

Tvö heimsmet sett í frjálsum

Það voru tvö heimsmet sett í fyrrakvöld á frjálsíþróttamóti á Ólympíuleikvanginum í Heraklion í Grikklandi og rússneskar stúlkur settu þau bæði. Svetlana Feofanova fór yfir 4.88 metra í stangarstökki og bætti vikugamalt heimsmet Jelenu Isinbajevu um einn sentimetra. Þórey Edda Elísdóttir tók þátt í mótinu en náði sér ekki á strik, stökk 4.15 metra og varð í tólfta og síðasta sæti. Gulnara Samitova gerði sér síðan lítið fyrir og bætti eigið heimsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi um nærri því sjö sekúndur en hún hljóp á 9:01.59.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×