Sport

Ames efstur á Opna Western

Kanadamaðurinn Stephen Ames bar sigur úr bítum á Opna Western golfmótinu sem er hluti af bandarísku pga mótaröðinni. Þetta var fyrsti sigur Ames á mótaröðinni og fékk hann 65 milljónir króna í sigurlaun. Bandaríkjamaðurinn Steve Lowery varð annar en Tiger Woods varð að sætta sig við sjöunda sætið. Meg Mallon frá Bandaríkjunum vann Opna bandaríska mótið í golfi kvenna og fékk um 50 milljónir króna í sigurlaun. Annika Sörenstam frá Svíþjóð varð önnur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×