Sport

Sunna fljótasta kona Íslands

Sunna Gestsdóttir úr UMSS setti glæsilegt Íslandsmet í 100m hlaupi í undanrásum á móti í Gautaborg í gær þegar hún hljóp á 11,76 sekúndum þrátt fyrir að hlaupa í mótvindi og rigningu sem gerir afrek hennar enn glæsilegra. Gamla metið var 19 ára gamalt en það átti Svanhildur Kristjónsdóttir, sem hljóp 100 metranna á 11,79 sekúndum árið 1985. Sunna stökk einnig 6,15 metra í langstökki en hún á einnig Íslandsmetið í þeirra grein frá því að hún stökk 6,30 metra á síðastliðnu ári. Sunna er það met orðin fljótasta íslenska konan frá upphafi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×