Sálarflækjur Metallica 28. júní 2004 00:01 Áður en ég sá heimildarmyndina Metallica: Some Kind of Monster þótti mér ekkert vænt um þessa hljómsveit. Tók mitt "met-það-líka" tímabil í grunnskóla en missti svo fljótt áhugann eftir Svörtu plötuna góðu. Tilgerðin var of mikil fyrir minn smekk auk þess sem mér geðjaðist ekki lyktin af pungsvita þeirra.Hörð barátta Lars Ulrich á móti Napster fannst mér mjög klaufaleg og álíka jafn meiðandi fyrir sveitina og hinar hundleiðinlegu skífur Load og Re-Load. Ég átti því alls ekki von á því að ég myndi hafa neitt sérstaklega gaman af heimildarmyndinni Metallica: Some Kind of Monster. En staðreyndin er nú bara sú að ég man ekki eftir að hafa séð betri heimildarmynd um hljómsveit á ævinni.Það væri ekki slæm hugmynd að sýna þessa mynd í sálfræði í Háskólanum, því mig grunar að þarna sé kveðin vísa sem er alþekkt í gegnum mannkynssöguna. Þegar myndin byrjar er bassaleikarinn Jason Newsted nýhættur og sveitin við það að leysast upp. Egó James Hetfield og Lars Ulrich eru orðin það stór að þeir geta ómögulega unnið saman. Þrátt fyrir að vinasamband þeirra sé orðið rúmlega tveggja áratuga gamalt geta þeir ómögulega talað saman nema með aðstoð sálfræðingsins Phil, sem lifir góðu lífi við það að hanga í kringum þá, fylgjast með og leysa strax úr flækjum.Að horfa á þessa mynd er í rauninni eins og að horfa á raunveruleikasjónvarpsþátt um gerð plötunnar St. Anger. Það sem kemur manni mest á óvart er að sjá hversu tilfinninganæmir þessi metal-tröll eru. Hversu mikinn skít fyrra líferni hefur hlaðið á herðar þeirra og hversu plagaðir og breyskir þeir eru. Þessi mynd er á engan hátt glansmynd af stærstu rokksveit heims. Þetta er mynd um venjulegt fólk í óvenjulegum aðstæðum. Búist við öskrum, tárum, hurðaskellum og heljarinnar skemmtun. Metallica: Some Kind of Monster - HáskólabíóBirgir Örn Steinarsson Bíó og sjónvarp Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Áður en ég sá heimildarmyndina Metallica: Some Kind of Monster þótti mér ekkert vænt um þessa hljómsveit. Tók mitt "met-það-líka" tímabil í grunnskóla en missti svo fljótt áhugann eftir Svörtu plötuna góðu. Tilgerðin var of mikil fyrir minn smekk auk þess sem mér geðjaðist ekki lyktin af pungsvita þeirra.Hörð barátta Lars Ulrich á móti Napster fannst mér mjög klaufaleg og álíka jafn meiðandi fyrir sveitina og hinar hundleiðinlegu skífur Load og Re-Load. Ég átti því alls ekki von á því að ég myndi hafa neitt sérstaklega gaman af heimildarmyndinni Metallica: Some Kind of Monster. En staðreyndin er nú bara sú að ég man ekki eftir að hafa séð betri heimildarmynd um hljómsveit á ævinni.Það væri ekki slæm hugmynd að sýna þessa mynd í sálfræði í Háskólanum, því mig grunar að þarna sé kveðin vísa sem er alþekkt í gegnum mannkynssöguna. Þegar myndin byrjar er bassaleikarinn Jason Newsted nýhættur og sveitin við það að leysast upp. Egó James Hetfield og Lars Ulrich eru orðin það stór að þeir geta ómögulega unnið saman. Þrátt fyrir að vinasamband þeirra sé orðið rúmlega tveggja áratuga gamalt geta þeir ómögulega talað saman nema með aðstoð sálfræðingsins Phil, sem lifir góðu lífi við það að hanga í kringum þá, fylgjast með og leysa strax úr flækjum.Að horfa á þessa mynd er í rauninni eins og að horfa á raunveruleikasjónvarpsþátt um gerð plötunnar St. Anger. Það sem kemur manni mest á óvart er að sjá hversu tilfinninganæmir þessi metal-tröll eru. Hversu mikinn skít fyrra líferni hefur hlaðið á herðar þeirra og hversu plagaðir og breyskir þeir eru. Þessi mynd er á engan hátt glansmynd af stærstu rokksveit heims. Þetta er mynd um venjulegt fólk í óvenjulegum aðstæðum. Búist við öskrum, tárum, hurðaskellum og heljarinnar skemmtun. Metallica: Some Kind of Monster - HáskólabíóBirgir Örn Steinarsson
Bíó og sjónvarp Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira