Sport

Isaksson þrefaldar verðgildi sitt

Forystumenn sænska liðsins Djurgarden naga sig nú í handarbökin fyrir að hafa verið of fljótir að selja markvörðinn Andreas Isaksson. Þegar Evrópumótið hófst var Isaksson til þess að gera lítt þekktur utan Svíþjóðar. Franska liðið Rennes borgaði 15 milljónir sænskra króna fyrir hann skömmu áður en keppnin byrjaði. Frammistaða hans í Portúgal hefur vakið mikla athygli og leikmaðurinn er sagður hafa þrefaldað verðgildi sitt á nokkrum dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×