Skoðun

Frá degi til dags

Sendir Halldóri tóninn Gunnar Jónsson, formaður Lögmannafélags Íslands, gagnrýnir ráðamenn í pistli sínum í Lögmannablaðinu. Hann gefur meðal annars í skyn að virðing Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra fyrir stjórnarskránni sé kannski ekki svo ýkja mikil. Eftir síðustu breytingarnar á fjölmiðlafrumvarpinu hafi Halldór sagt að hann væri nú öruggari gagnvart stjórnarskránni við þriðju umræðu frumvarpsins. Gunnar segir að Halldór hafi hins vegar greitt atkvæði með frumvarpinu að lokinni fyrstu og annarri umræðu, væntanlega í verulegum vafa um að það stæðist gagnvart stjórnarskrá. Gamli kennarinn Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er greinilega enn á tánum í stjórnmálafræðinni, enda gamall kennari í þeim fræðum við Háskóla Íslands. Ólafur Ragnar er greinilega á því að ýmsir þingmenn hafi notað þingræðishugtakið ranglega og í Fréttablaðinu í gær tekur hann sig til og skilgreinir hugtakið fyrir misvitra þingmenn. Hann segir þingræði ekki merkja það að þingið eigi að ráða heldur sé það ákveðin tegund af stjórnskipulagi þar sem ríkisstjórnin verði að styðjast við meirihluta á Alþingi. Ólafur Ragnar vill greinilega að það komi skýrt fram að þingræði snýst ekki um samskipti forsetans og þingsins. Stillt á 99,4 í forsetabílnum Ingvi Hrafn Jónsson, útvarpsmaður á Útvarpi Sögu, hefur ekki vandað Ólafi Ragnari Grímssyni kveðjurnar í þáttum sínum undanfarið. Forsetinn lætur sér hins vegar fátt um finnast og segist jafnvel stundum hlusta á Ingva Hrafn þó orðbragð hans sé stundum nokkuð hrjúft.



Skoðun

Sjá meira


×