Sport

Englendingar þurfa að bæta sig

Markvörður Svisslendinga, Jorg Stiel, segir að Englendingar verði að bæta sig mikið ætli þér sér sigur á EM. Stiel hældi Wayne Rooney á hvert reipi en gagnrýndi hann einnig og sagði að lokatölur leiksins hefðu ekki gefið rétta mynd af honum: "Það var ekki sanngjarnt að tapa þessum leik 3-0 og þeir voru langt í frá eins góðir og þessar tölur gefa til kynna. Englendingar þurfa að taka miklum framförum ef þeir ætla sér að standa uppi sem sigurvegarar þessa móts - þeir eru góðir en þurfa að færa leik sinn upp á næsta stig." "Wayne Roney er mjög góður leikmaður sem á eftir að verða enn betri. Hann hefur gríðarlega hæfileika," sagði Stiel en var hins vegar ekki sáttur við brot Rooneys á honum í fyrri hálfleik en fyrir það hlaut Rooney gult spjald: "Hann kom af fullum krafti að mér með fótinn í áttina að andlitinu og það er ekki beint heiðarlegt, en það er í lagi - ekki vandamál fyrir mig. Rooney er auðvitað ungur gaur sem elskar fótbolta. Kannski þarf hann aðeins að kæla sig niður - slappa aðeins af. En hann er ungur og kannski er þetta skiljanlegt," sagði svissneski markvörðurinn, Jorg Stiel.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×