Umdeildur alþingismaður 18. júní 2004 00:01 Mörgum brá við að lesa í Fréttablaðinu síðasta sunnudag að Reykjavíkurlistinn væri að verða lítil klíka, ekki síst vegna þess að orðin voru höfð eftir Helga Hjörvari, alþingismanni, varaborgarfulltrúa, einum af upphafsmönnum Reykjavíkurlistans. Í viðtalinu kallar Helgi eftir hugmyndalegri endurnýjun og segir pólitíska forystu skorta hjá Reykjavíkurlistanum. Viðtalið við Helga vakti nokkra reiði sums staðar, en það eru þó skiptar skoðanir. Til eru þeir sem telja að Helgi hafi þarna komið fram með réttmætar ábendingar um hluti sem betur mættu fara. Aðrir skilja "upphlaup hans" svo að Helga hafi verið farið að þyrsta í fjölmiðlaumfjöllun og gagnrýni hans fyrst og fremst sett fram með það fyrir augum að upphefja sjálfan sig á kostnað félaganna. Helgi hefur allt frá því hann dúkkaði fyrst upp í pólitík verið umdeildur, en nær allir, jafnt samherjar sem aðrir, eru sammála um að hann sé eldklár og harðduglegur. Þá vekur sérstaka athygli atorka Helga í ljósi fötlunar sem hann á við að etja, en hann er 75 prósent öryrki vegna arfgengs augnsjúkdóms. Helgi lætur sjónleysi ekkert aftra sér, heldur setur sig inn í mál og þylur úr kolli sér öflugar og rökfastar ræður að undan svíður hjá mörgum. Raunar hefur heyrst haft eftir ráðherrum að Helgi sé með dónalegri og ósvífnari mönnum sem tekið hafa sæti á Alþingi. Á þeim bæjum fer mjög í taugarnar á mönnum skortur Helga á "tilhlýðilegri virðingu" fyrir embættum æðstu ráðamanna. Ráðamenn eru líka sagðir ergja sig á því þegar Helgi hefur orð á hlutum í þinginu sem aðrir hefðu þagað um, hlutum á borð við leit forsætisráðherrans að forseta þjóðarinnar í kókdósum og víðar. En það eru ekki bara pólitískir andstæðingar sem hafa varann á í kringum Helga því jafnvel samherjar hans vita ekki alltaf hvar þeir hafa hann. Helgi er sagður vera ólíkindatól sem aldrei sé að vita upp á hverju tekur. Rætt er um að hann hafi nýtt sér til framdráttar hluti sem komið hafa fram í tveggja manna tali og brugðist þannig trausti samflokksfólks. Helgi þykir líka stundum koma fyrir sem dálítið hrokafullur og viss um eigið ágæti. Sökum þessara lasta er hann dálítið einn á báti í pólitík, enda kom í ljós að bakland hans var ekki mikið þegar hann varð undir í prófkjöri Reykjavíkurlistans fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Helga skaut upp á stjörnuhimininn árið 1998, tapaði svo illa í prófkjöri fjórum árum síðar og var rutt dálítið út af borðinu. Hann tók tapinu stórmannlega og brást vel við, en mætti svo hálfu ári síðar í prófkjör Samfylkingarinnar og gekk ágætlega, lenti í fjórða sæti. Ári eftir slæmt tap var Helgi því orðinn alþingismaður og fyrsti varaborgarfulltrú Reykjavíkur. Helgi er 37 ára gamall, kvæntur og á tvær dætur, aðra á þrettánda aldursári og hina ársgamla. Hann stundaði framhaldsskólanám við Menntaskólann í Hamrahlíð á árunum 1983-1986 og vakti þá þegar athygli fyrir vasklega framkomu í Morfís ræðukeppnum framhaldsskólanna. Núna er þó stundum talað um að fullmikill "morfísbragur" sé stundum á málflutningi Helga í ræðustól Alþingis, þegar hann á köflum þykir taka of djúpt í árinni miðað við tilefni. Helgi lagði svo stund á heimspekinám við Háskóla Íslands árin 1992-1994, eftir að hafa tekið sér dálítið hlé frá námi. Á heimsíðu Helga (helgi.is) kemur fram að hann er fæddur í Skólavörðuholtinu í Reykjavík, en alinn upp í Kaupmannahöfn fyrstu árin. Hann hefur komið nokkuð víða við á starfsferli sínum, unnið við fjölmiðla, bókaútgáfu, fyrir hagsmunasamtök fatlaðra og sem stjórnmálamaður. Raunar er talað um að Helgi hafi nokkuð mörg járn í eldinum í einu og að aldrei sé að vita hvar hann dúkkar upp næst. Um þessar mundir er hann, auk þess að vera alþingismaður og varaborgarfulltrúi, stjórnarformaður hússjóðs Öryrkjabandalagsins og stjórnarmaður í Landsvirkjun, Reykjavíkurhöfn, Tæknigarði og Fasteignastofu Reykjavíkur. Til marks um kraftinn í Helga má líka nefna að í fyrra tók hann sig til og hljóp heilt maraþonhlaup, en áður var ekki vitað til þess að hann hafi stundað slíkar íþróttir. Þá er haft eftir þeim sem til þekkja að allt frá unglingsaldri hafi Helgi Hjörvar leynt og ljóst stefnt að því að verða forsætisráðherra. Hvort honum tekst sú fyrirætlan er önnur saga. Sumir segja að aldrei sé að vita hvað jafn einbeittum manni og Helga tekst að gera, meðan aðrir telja hann ekki njóta þess stuðnings hjá samflokksfólki sínu sem þarf til að ná æðstu metorðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Mörgum brá við að lesa í Fréttablaðinu síðasta sunnudag að Reykjavíkurlistinn væri að verða lítil klíka, ekki síst vegna þess að orðin voru höfð eftir Helga Hjörvari, alþingismanni, varaborgarfulltrúa, einum af upphafsmönnum Reykjavíkurlistans. Í viðtalinu kallar Helgi eftir hugmyndalegri endurnýjun og segir pólitíska forystu skorta hjá Reykjavíkurlistanum. Viðtalið við Helga vakti nokkra reiði sums staðar, en það eru þó skiptar skoðanir. Til eru þeir sem telja að Helgi hafi þarna komið fram með réttmætar ábendingar um hluti sem betur mættu fara. Aðrir skilja "upphlaup hans" svo að Helga hafi verið farið að þyrsta í fjölmiðlaumfjöllun og gagnrýni hans fyrst og fremst sett fram með það fyrir augum að upphefja sjálfan sig á kostnað félaganna. Helgi hefur allt frá því hann dúkkaði fyrst upp í pólitík verið umdeildur, en nær allir, jafnt samherjar sem aðrir, eru sammála um að hann sé eldklár og harðduglegur. Þá vekur sérstaka athygli atorka Helga í ljósi fötlunar sem hann á við að etja, en hann er 75 prósent öryrki vegna arfgengs augnsjúkdóms. Helgi lætur sjónleysi ekkert aftra sér, heldur setur sig inn í mál og þylur úr kolli sér öflugar og rökfastar ræður að undan svíður hjá mörgum. Raunar hefur heyrst haft eftir ráðherrum að Helgi sé með dónalegri og ósvífnari mönnum sem tekið hafa sæti á Alþingi. Á þeim bæjum fer mjög í taugarnar á mönnum skortur Helga á "tilhlýðilegri virðingu" fyrir embættum æðstu ráðamanna. Ráðamenn eru líka sagðir ergja sig á því þegar Helgi hefur orð á hlutum í þinginu sem aðrir hefðu þagað um, hlutum á borð við leit forsætisráðherrans að forseta þjóðarinnar í kókdósum og víðar. En það eru ekki bara pólitískir andstæðingar sem hafa varann á í kringum Helga því jafnvel samherjar hans vita ekki alltaf hvar þeir hafa hann. Helgi er sagður vera ólíkindatól sem aldrei sé að vita upp á hverju tekur. Rætt er um að hann hafi nýtt sér til framdráttar hluti sem komið hafa fram í tveggja manna tali og brugðist þannig trausti samflokksfólks. Helgi þykir líka stundum koma fyrir sem dálítið hrokafullur og viss um eigið ágæti. Sökum þessara lasta er hann dálítið einn á báti í pólitík, enda kom í ljós að bakland hans var ekki mikið þegar hann varð undir í prófkjöri Reykjavíkurlistans fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Helga skaut upp á stjörnuhimininn árið 1998, tapaði svo illa í prófkjöri fjórum árum síðar og var rutt dálítið út af borðinu. Hann tók tapinu stórmannlega og brást vel við, en mætti svo hálfu ári síðar í prófkjör Samfylkingarinnar og gekk ágætlega, lenti í fjórða sæti. Ári eftir slæmt tap var Helgi því orðinn alþingismaður og fyrsti varaborgarfulltrú Reykjavíkur. Helgi er 37 ára gamall, kvæntur og á tvær dætur, aðra á þrettánda aldursári og hina ársgamla. Hann stundaði framhaldsskólanám við Menntaskólann í Hamrahlíð á árunum 1983-1986 og vakti þá þegar athygli fyrir vasklega framkomu í Morfís ræðukeppnum framhaldsskólanna. Núna er þó stundum talað um að fullmikill "morfísbragur" sé stundum á málflutningi Helga í ræðustól Alþingis, þegar hann á köflum þykir taka of djúpt í árinni miðað við tilefni. Helgi lagði svo stund á heimspekinám við Háskóla Íslands árin 1992-1994, eftir að hafa tekið sér dálítið hlé frá námi. Á heimsíðu Helga (helgi.is) kemur fram að hann er fæddur í Skólavörðuholtinu í Reykjavík, en alinn upp í Kaupmannahöfn fyrstu árin. Hann hefur komið nokkuð víða við á starfsferli sínum, unnið við fjölmiðla, bókaútgáfu, fyrir hagsmunasamtök fatlaðra og sem stjórnmálamaður. Raunar er talað um að Helgi hafi nokkuð mörg járn í eldinum í einu og að aldrei sé að vita hvar hann dúkkar upp næst. Um þessar mundir er hann, auk þess að vera alþingismaður og varaborgarfulltrúi, stjórnarformaður hússjóðs Öryrkjabandalagsins og stjórnarmaður í Landsvirkjun, Reykjavíkurhöfn, Tæknigarði og Fasteignastofu Reykjavíkur. Til marks um kraftinn í Helga má líka nefna að í fyrra tók hann sig til og hljóp heilt maraþonhlaup, en áður var ekki vitað til þess að hann hafi stundað slíkar íþróttir. Þá er haft eftir þeim sem til þekkja að allt frá unglingsaldri hafi Helgi Hjörvar leynt og ljóst stefnt að því að verða forsætisráðherra. Hvort honum tekst sú fyrirætlan er önnur saga. Sumir segja að aldrei sé að vita hvað jafn einbeittum manni og Helga tekst að gera, meðan aðrir telja hann ekki njóta þess stuðnings hjá samflokksfólki sínu sem þarf til að ná æðstu metorðum.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun