Sport

Zidane er foringinn hjá Frökkum

Þrátt fyrir að Marcel Desailly sé enn fyrirliði hjá Frökkum þá er það snillingurinn Zinedine Zidane sem er forningi liðsins. Það fékkst staðfest í leiknum gegn Króötum. Þegra Króatar komust yfir þá var það Zidane sem safnaði liðinu saman og bað þá um að einbeita sér. "Zidane gerði það eina rétta í stöðunni. Hann talaði við okkur, sagði að vera rólegir því að það væri enn tími til að jafna leikinn og jafnvel vinna hann," sagði varnarmaðurinn Mikael Silvestre og framherjinn David Trezegeut tók í sama streng. "Hann er foringinn." Zidane sjálfur hefur verið þekktur fyrir að láta verkin tala inni á vellinum en nú er hann tilbúinn til að taka við leiðtogahlutverkinu. "Ég er orðinn 32ja ára og í mínu besta formi. Ég er tilbúinn að takast á við áskoranir og hef náð þeim þroska sem þarf til að leiða lið," sagði Zidane.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×