Verðbólga úr böndunum 15. júní 2004 00:01 Þjóðarbúskapurinn - Katrín Ólafsdóttir Fátt hefur verið meira rætt síðustu daga en háar verðbólgutölur og mikinn hagvöxt. Rétt er það að verðbólga hefur hækkað hratt síðustu mánuði og mun hraðar en spáð var. Þannig var verðbólgan í apríl 2,2% eða undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans en nú tveimur mánuðum síðar er verðbólgan við efri þolmörk, eða 3,9%. Útlit er fyrir að verðbólgan fari yfir efri þolmörk verðbólgumarkmiðsins í næsta mánuði, nema verðlag lækki fram í júlí. Ef betur er að gáð þá eru það tveir liðir sem halda uppi verðbólgunni, húsnæðisverð og bensínverð. Án þessara liða hefur vísitala neysluverðs aðeins hækkað um 1,1% síðustu tólf mánuði. Skiptar skoðanir eru um hvort húsnæðisverð fari lækkandi á næstunni, en olíuverð á heimsmarkaði hefur lækkað aðeins og vonandi skilar sú lækkun sér hingað heim. Er þá verðbólgan ekkert vandamál? Jú, allra síðustu mánuði hafi aðrir liðir farið hækkandi. Athygli vekur að verð á mat- og drykkjarvörum hefur hækkað um 1,5% síðustu tvo mánuði sem jafngildir ríflega 9% hækkun á einu ári. Þessi útgjöld nema 15% af útgjöldum til neyslu og því finnur maður fljótt fyrir slíkri hækkun. Þegar verðbólgan er farin af stað minnkar aðhaldið og freistingin verður meiri að láta allar hækkanir beint út í verðlagið. Ekki er óeðlilegt að sjá vaxandi verðbólgu samhliða auknum hagvexti. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hófst uppsveiflan í þjóðarbúskapnum í upphafi síðasta árs og hefur hagvöxtur smám saman verið að styrkjast og nam hann 4,9% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Reyndar er þarna um bráðabirgðatölur að ræða, en þær gefa þó ákveðnar vísbendingar. Eins og svo oft áður eykst eftirspurnin hraðar en framleiðslan sem kemur fram í vaxandi viðskiptahalla. Ekkert af þessu er óeðlilegt á hagvaxtarskeiði, nema hvað þessara þensluáhrifa gætir nú mjög snemma í uppsveiflunni. Það virðist nefnilega sem við höfum tekið forskot á sæluna. Ef við lítum á þróunina í fyrra kemur í ljós að fjármunamyndun jókst mikið, eða um 19%. Þetta er að stórum hluta framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun og sést af tölunum að virkjanaframkvæmdir fóru af stað síðastliðið vor. Væntingar virðast hafa haft mikil áhrif á efnahagsþróunina þar sem einkaneyslan tók að vaxa áður en virkjanaframkvæmdir hófust eða strax í byrjun ársins 2003 og jókst um 6,4% yfir árið allt. Uppsveiflan í þjóðarbúskapnum er nú þegar farin að valda þenslu aðeins ári eftir að hagvaxtar tók að gæta og áður en atvinnuleysi nær að lækka svo nokkru nemi. Miklar framkvæmdir eru framundan og því litlar líkur á að úr þenslunni dragi á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þjóðarbúskapurinn - Katrín Ólafsdóttir Fátt hefur verið meira rætt síðustu daga en háar verðbólgutölur og mikinn hagvöxt. Rétt er það að verðbólga hefur hækkað hratt síðustu mánuði og mun hraðar en spáð var. Þannig var verðbólgan í apríl 2,2% eða undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans en nú tveimur mánuðum síðar er verðbólgan við efri þolmörk, eða 3,9%. Útlit er fyrir að verðbólgan fari yfir efri þolmörk verðbólgumarkmiðsins í næsta mánuði, nema verðlag lækki fram í júlí. Ef betur er að gáð þá eru það tveir liðir sem halda uppi verðbólgunni, húsnæðisverð og bensínverð. Án þessara liða hefur vísitala neysluverðs aðeins hækkað um 1,1% síðustu tólf mánuði. Skiptar skoðanir eru um hvort húsnæðisverð fari lækkandi á næstunni, en olíuverð á heimsmarkaði hefur lækkað aðeins og vonandi skilar sú lækkun sér hingað heim. Er þá verðbólgan ekkert vandamál? Jú, allra síðustu mánuði hafi aðrir liðir farið hækkandi. Athygli vekur að verð á mat- og drykkjarvörum hefur hækkað um 1,5% síðustu tvo mánuði sem jafngildir ríflega 9% hækkun á einu ári. Þessi útgjöld nema 15% af útgjöldum til neyslu og því finnur maður fljótt fyrir slíkri hækkun. Þegar verðbólgan er farin af stað minnkar aðhaldið og freistingin verður meiri að láta allar hækkanir beint út í verðlagið. Ekki er óeðlilegt að sjá vaxandi verðbólgu samhliða auknum hagvexti. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hófst uppsveiflan í þjóðarbúskapnum í upphafi síðasta árs og hefur hagvöxtur smám saman verið að styrkjast og nam hann 4,9% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Reyndar er þarna um bráðabirgðatölur að ræða, en þær gefa þó ákveðnar vísbendingar. Eins og svo oft áður eykst eftirspurnin hraðar en framleiðslan sem kemur fram í vaxandi viðskiptahalla. Ekkert af þessu er óeðlilegt á hagvaxtarskeiði, nema hvað þessara þensluáhrifa gætir nú mjög snemma í uppsveiflunni. Það virðist nefnilega sem við höfum tekið forskot á sæluna. Ef við lítum á þróunina í fyrra kemur í ljós að fjármunamyndun jókst mikið, eða um 19%. Þetta er að stórum hluta framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun og sést af tölunum að virkjanaframkvæmdir fóru af stað síðastliðið vor. Væntingar virðast hafa haft mikil áhrif á efnahagsþróunina þar sem einkaneyslan tók að vaxa áður en virkjanaframkvæmdir hófust eða strax í byrjun ársins 2003 og jókst um 6,4% yfir árið allt. Uppsveiflan í þjóðarbúskapnum er nú þegar farin að valda þenslu aðeins ári eftir að hagvaxtar tók að gæta og áður en atvinnuleysi nær að lækka svo nokkru nemi. Miklar framkvæmdir eru framundan og því litlar líkur á að úr þenslunni dragi á næstunni.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar