Loforð og svik stjórnarþingmanna 15. júní 2004 00:01 Fiskveiðistjórnun - Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins Ekki vantaði loforðin hjá þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna um að sóknarkerfi handfærabáta skyldi varið af öllum mætti. Þessum orðum má finna stað bæði í ræðu og riti fyrir og eftir kosningar vorið 2003. Auk þess vitnuðu þingmenn úr norðvestur kjördæmi á stórfundi undir yfirskriftinni "Orð skulu standa" um staðfestan ásetning sinn í september sl. á Ísafirði. Loforðin voru svikin eina ferðina enn. Áhættan sem nú er tekin með kvótasetningu smábátanna er mjög mikil og eins og áður snýst málið um byggðina í landinu og fólkið í sjávarbyggðunum. En hver er skylda okkar við fólkið í landinu? Í fyrstu gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 er markmið laganna og þar með tilgangi þeirra lýst svo: "Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra (þ.e. nytjastofna fiskjar á Íslandsmiðum) og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu". Við eigum sem sagt að stuðla að verndum og viðhaldi fiskstofna og við eigum að halda uppi veiðum sem eru hagkvæmar, orkusparandi og vernda lífríkið. Þessu markmiði laga var ekki sýnd nein virðing. Þeir sem töldu ávinning í kvótaverðmætum fengu ráðið för. Atvinnuréttur annarra er látinn víkja fyrir ákefðinni í kvótastýringu veiða. Stjórnvöld sjást ekki fyrir og telja kvótakerfi allra meina bót þó árangur kvótakerfa í botnfiskveiðum sé víðast hvar enginn. Nýjasta dæmið er kvótastýring í Barentshafi. Aðeins tíu fyrirtæki eiga nú yfir 50% af óveiddum fiski í sjónum og leiguliðar greiða þeim hátt verð fyrir veiðiréttinn. Sjómenn borga veiðiréttarhöfum fyrir svo þeir fái að stunda atvinnu sína. Laun þeirra lækka sem veiðigjaldinu nemur. Allt eru þetta verk ríkisstjórnarinnar sem samþykkt hefur kvótalögin og gert þau þannig úr garði að þetta fyrirkomulag vistarbandsins er nú aftur orðið löglegt. Það er löggjöfin sem ríkisstjórnin ákveður sem býr til leigu- og sölukvóta í fiski og landbúnaðarkvótinn í mjólk heftir nú endurnýjun í sveitum landsins. Störfum og fólki fækkar víða á landsbyggðinni. Atvinnuréttur í dreifðum byggðum er fólkinu þar mikils virði eins og fólkinu á fjölmiðlunum er atvinnuréttur og afkomuöryggi. Afleiðingarnar fyrir landsbyggðarfólk sem á húseign í atvinnulausu plássi eru því miklu verri þar sem ævisparnaður flestra er húsnæðið sem fjölskyldan býr í. Lýðréttindi fólksins til atvinnu í sjávarbyggðum eru stjórnvöldum einskis virði. Annað verður ekki ráðið af verkum þeirra því nú skal veiðireynsla trillusjómanna seld hæstbjóðanda. Kosningaloforð stjórnarþingmanna um réttlæti og sanngirni eru gleymd. Og "Fólk í fyrirrúmi" er líka gleymt. Það er sannfæring þess sem þetta ritar að mikil verðmæti fyrir framtíðina séu í því fólgin að halda landinu sem mest í byggð. Ísland er vaxandi ferðamannaland og saga þess og atvinnuhættir selja á markaði ferðamennskunnar til jafns á við náttúrufegurð ef við verðum svo gæfusöm að byggja landið. Stundargróði kvótaeigenda verður að víkja fyrir hagsmunum þjóðarheildar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fiskveiðistjórnun - Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins Ekki vantaði loforðin hjá þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna um að sóknarkerfi handfærabáta skyldi varið af öllum mætti. Þessum orðum má finna stað bæði í ræðu og riti fyrir og eftir kosningar vorið 2003. Auk þess vitnuðu þingmenn úr norðvestur kjördæmi á stórfundi undir yfirskriftinni "Orð skulu standa" um staðfestan ásetning sinn í september sl. á Ísafirði. Loforðin voru svikin eina ferðina enn. Áhættan sem nú er tekin með kvótasetningu smábátanna er mjög mikil og eins og áður snýst málið um byggðina í landinu og fólkið í sjávarbyggðunum. En hver er skylda okkar við fólkið í landinu? Í fyrstu gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 er markmið laganna og þar með tilgangi þeirra lýst svo: "Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra (þ.e. nytjastofna fiskjar á Íslandsmiðum) og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu". Við eigum sem sagt að stuðla að verndum og viðhaldi fiskstofna og við eigum að halda uppi veiðum sem eru hagkvæmar, orkusparandi og vernda lífríkið. Þessu markmiði laga var ekki sýnd nein virðing. Þeir sem töldu ávinning í kvótaverðmætum fengu ráðið för. Atvinnuréttur annarra er látinn víkja fyrir ákefðinni í kvótastýringu veiða. Stjórnvöld sjást ekki fyrir og telja kvótakerfi allra meina bót þó árangur kvótakerfa í botnfiskveiðum sé víðast hvar enginn. Nýjasta dæmið er kvótastýring í Barentshafi. Aðeins tíu fyrirtæki eiga nú yfir 50% af óveiddum fiski í sjónum og leiguliðar greiða þeim hátt verð fyrir veiðiréttinn. Sjómenn borga veiðiréttarhöfum fyrir svo þeir fái að stunda atvinnu sína. Laun þeirra lækka sem veiðigjaldinu nemur. Allt eru þetta verk ríkisstjórnarinnar sem samþykkt hefur kvótalögin og gert þau þannig úr garði að þetta fyrirkomulag vistarbandsins er nú aftur orðið löglegt. Það er löggjöfin sem ríkisstjórnin ákveður sem býr til leigu- og sölukvóta í fiski og landbúnaðarkvótinn í mjólk heftir nú endurnýjun í sveitum landsins. Störfum og fólki fækkar víða á landsbyggðinni. Atvinnuréttur í dreifðum byggðum er fólkinu þar mikils virði eins og fólkinu á fjölmiðlunum er atvinnuréttur og afkomuöryggi. Afleiðingarnar fyrir landsbyggðarfólk sem á húseign í atvinnulausu plássi eru því miklu verri þar sem ævisparnaður flestra er húsnæðið sem fjölskyldan býr í. Lýðréttindi fólksins til atvinnu í sjávarbyggðum eru stjórnvöldum einskis virði. Annað verður ekki ráðið af verkum þeirra því nú skal veiðireynsla trillusjómanna seld hæstbjóðanda. Kosningaloforð stjórnarþingmanna um réttlæti og sanngirni eru gleymd. Og "Fólk í fyrirrúmi" er líka gleymt. Það er sannfæring þess sem þetta ritar að mikil verðmæti fyrir framtíðina séu í því fólgin að halda landinu sem mest í byggð. Ísland er vaxandi ferðamannaland og saga þess og atvinnuhættir selja á markaði ferðamennskunnar til jafns á við náttúrufegurð ef við verðum svo gæfusöm að byggja landið. Stundargróði kvótaeigenda verður að víkja fyrir hagsmunum þjóðarheildar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar