Sport

Skemmtið ykkur á EM segir Völler

Rudi Völler, landsliðsþjálfari Þjóðverja, vill að sínir menn skemmti sér á morgun þegar liðið mætir Hollendingum í fyrsta leik liðanna á EM í Portúgal. „Leikmenn verða að hafa gaman af því sem þeir eru að gera. Þeir verða að vera spenntir og þeir verða að hlakka til að spila. Ég hef það á tilfinningunni að þannig sé komið fyrir mínum mönnum eins og staðan er í dag og þannig á það að vera,“ sagði Völler.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×