Sport

Portúgalar kenna sviðsskrekk um

Leikmenn portúgalska landsliðsins voru með skýringar á reiðum höndum eftir tapið gegn Grikkjum í opnunarleik Evrópumótsins í Portúgal á laugardaginn. Tapið þótti óvænt en Nuno Gomes, framherji liðsins, sagði skýringuna á tapinu felast í sviðsskrekk leikmanna. „Við vorum taugastrekktir enda búnir að bíða lengi eftir þessum leik. Við ætluðum okkur að sigra í þessum leik og pressan á okkur var mikil. Við vorum taugaveiklaðir í byrjun og það reyndist okkur dýrkeypt. Við höfðum 50 þúsund áhorfendur á okkar bandi en náðum ekki að nýta það. Eins og allir Portúgalar trúðum við því ekki að við gætum tapað. Ég hugsaði aldrei út í það að við myndum tapa fyrir Grikkjum en það var ekki vanmat – það var bjartsýni,“ sagði Gomes. Félagi hans, Simao Sabrosa, tók í sama streng og sagði spennuna í liðinu hafa verið of mikla í byrjun. „Við erum hins vegar ekki hættir og höfum enn stuðning portúgölsku þjóðarinnar.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×