Sport

Rooney þolir pressuna

Enski framherjinn Michael Owen hefur engar áhyggjur af því að Wayne Rooney, félagi hans í framlínu enska liðsins, sem er aðeins átján ára, eigi eftir að kikna undan álaginu sem fylgir því að spila á svona stórmóti. Owen var sjálfur átján ára þegar hann sló í gegn á HM í Frakklandi árið 1998 og hann trúir því að Rooney eigi eftir að leika sama leik í Portúgal. "Hann hefur mikið sjálfstraust og hræðist ekki neitt. Ég hef trú á því að hann eigi eftir að slá í gegn í þessu móti," sagði Owen, sem hefur trú á því að ungur aldur Rooneys eigi eftir að hjálpa honum í fyrsta leiknum gegn Frakklandi. "Þegar þú ert átján ára þá ertu ekki hræddur. Þú lætur ekki utanaðkomandi hluti trufla þig heldur vilt bara spila fótbolta. Það held ég að eigi við um Rooney," sagði Owen.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×