Sport

Látum þá hafa áhyggjur af okkur

Steven Gerrard segir Englendinga ekki sætta sig við neitt annað en sigur gegn Frökkum í opnunarleik liðanna á EM í Portúgal sem fram fer á sunnudag. Miðjumaðurinn enski og leikmaður Liverpool sagði að Englendingar óttuðust ekki frönsku stjörnuleikmennina: „Við höfum fulla trú á því að við getum náð í þrjú stig í þessum leik og byrjað keppnina með látum. Það væri mjög neikvætt að sætta sig við jafntefli – við stefnum hiklaust á sigur,“ sagði kokhraustur Steven Gerrard en með honum á miðjunni gegn Frökkum verða þeir David Beckham, Paul Scholes og svo annaðhvort Nicky Butt eða Frank Lampard.Gerrard fullyrðir að Englendingar eigi nóg af heimsklassaleikmönnum sem standi frönsku stjörnunum lítt að baki: „Við erum ekki hræddir við að mæta Zidane, Henry, Pires og öllum þeirra frábæru leikmönnum. Við myndum ekki gera miklar rósir ef við mættum til leiks hræddir við andstæðinginn – sjálfstraustið verður algjörlega að vera í botni. Við berum hins vegar virðingu fyrir þeim enda hafa þeir áunnið sér hana. En ég segi, látum þá hafa áhyggjur af okkur því við erum einnig með heimsklassaleikmenn,“ sagði Steven Gerard.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×