Sport

Kristinn til Fylkis á ný

Kristinn Tómasson hefur snúið aftur á fornar slóðir en í gær gekk hann til liðs við sína gömlu félaga úr Fylki. Kristinn lék með Fram á síðustu leiktíð og eftir hana ákvað hann að taka sér ótímabundið frí frá knattspyrnuiðkun. Áður en Kristinn, sem er þrjátíu og tveggja ára gamall, gekk í raðir Framara í fyrra hafði hann ávallt leikið með Fylki en hjá því félagi er hann uppalinn og hann lék sína fyrstu leiki í úrvalsdeild með liðinu sumarið 1989. Hann hefur leikið áttatíu og níu leiki í efstu deild, skorað í þeim tuttugu og þrjú mörk og er annar markahæsti leikmaður Fylkis í úrvalsdeild frá upphafi, en aðeins Sævar Þór Gíslason hefur skorað fleiri mörk fyrir félagið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×