Skoðun

Aukið lýðræði

Ef marka má ummæli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarfulltrúa hér í blaðinu í gær virðast ekki allir í R-listanum hafa verið sáttir við stjórnunarstíl Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur meðan hún var borgarstjóri. Vaknar sú spurning hvort hugsanlegt sé að borgarstjórinn fyrrverandi hafi ekki iðkað umræðustjórnmálin sem hún prédikar svo mjög. Í fréttinni segir "[Steinunn] bætir því við að með brotthvarfi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafi margt breyst, valddreifingin sé meiri en áður og það sé mun lýðræðislegra en að kallað sé eftir einum sterkum aðila sem ráði öllu". Meiri valddreifing, meira lýðræði eftir að Ingibjörg Sólrún hætti. Athyglisverður dómur samstarfsmanns frá upphafi. Afdrifarík þögn Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore sætir nú gagnrýni á heimaslóðum fyrir að hafa þagað mánuðum saman yfir vitneskju sinni um misþyrmingar á bandarískum föngum í Írak. Í nýju myndinni hans Fahrenheit 9/11 eru nokkur brot sem sýna illa meðferð Bandaríkjamanna á föngum í íröskum fangelsum. Segja gagnrýnendur að hefði Moore sagt frá þessu opinberlega hefði verið hægt að stöðva óhæfuna fyrr. Moore sagði við fjölmiðla um helgina að hann hefði gjarnan viljað upplýsa um misþyrmingarnar en átt í innri baráttu um hvað gera bæri, því hann hafi óttast að vera sakaður um að það eitt vekti fyrir sér að auglýsa kvikmyndina.



Skoðun

Sjá meira


×