Heilbrigðismál á héraði 13. júní 2004 00:01 Sigurlaug Gísladóttir Það er búið að loka fæðingardeildinni á Egilsstöðum. Hvað er að gerast? Og hvað er fólk á Héraði að hugsa? Það fást ekki læknar til starfa. Það fást ekki ljósmæður til starfa. Það fæst ekki fagfólk yfirleitt til starfa. Hvers vegna? Svör: Það vantar aðstöðu. Það treystir sér ekki til að starfa nema við sjúkrahús. Það vill bara starfa með því sem er kallað þverfaglegt teymi. Hver sem skýringin er þá er eitthvað verulega að í stjórnun á heilbrigðiskerfinu að láta þetta fara svona. Við getum reyndar sjálfum okkur um kennt, við höfum sofið á vaktinni í skjóli þess að við höfum haft frábæra heilsugæslu, allavega hér á Egilsstöðum þar sem ég þekki til frá því að ég flutti hingað. Við höfum tekið því sem sjálfsögðum hlut að svo yrði það áfram, en nú verðum við að fara að vakna, því þetta frábæra fólk sem við höfum haft hér er ekki eilíft frekar en aðrir og það þarf sín frí eins og við hin. Og allar stéttir þurfa að endurnýjast, annars staðna hlutirnir. Við höfum dritað þjónustunni hér um allan fjórðung til þess eins að halda friðinn , sem nú er í raun að verða þess valdandi að við erum að missa allt frá okkur, eitt er á Seyðisfirði, annað á Norðfirði sumt á Egilsstöðum og enn annað á Eskifirði, ég meina, er ekki allt í lagi hjá okkur. Bráðamóttöku þörfÞetta verðum við að setja á einn stað og þar sem við vitum að það mun ekki rísa á Austurlandi hátæknisjúkrahús verður þetta að vera þar sem flugsamgöngur eru hvað bestar hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Því hvaða glóra er í því að hendast með fársjúkt fólk allt frá Djúpavogi til Borgarfjarðar á Norðfjörð, til þess eins að flytja það upp í Egilsstaði í flug til Akureyrar eða Reykjavíkur eins og svo mörg dæmi sanna. Þar tala ég af reynslu og hef oft hugsað um það ef kona t.d. á Djúpavogi hefði lent í því sama og ég, þá bið ég guð að hjálpa henni. Verð ég alltaf óskaplega þakklát fyrir það að sjúkravélin var til staðar á vellinum því að ég hefði svo sannarlega ekki vilja bæta bílferð á Norðfjörð fram og til baka og lengja þannig þennan hræðilega tíma, að vera með fársjúkt barn í fanginu og vita ekki hvað var að og ekki hægt að rannsaka nema á hátæknisjúkrahúsi, sem við höfum ekki hér í fjórðungnum. Og hvað með hjartasjúklinga, hvers eiga þeir að gjalda, við vitum öll að þar skipta fyrstu klst. öllu máli og hvaða vit er það að fara með mann t.d. ofanaf Jökuldal alla leið á Norðfjörð til þess eins að hann sé úrskurðaður í flug á hátæknisjúkrahús og því er brunað með hann aftur upp í Egilsstaði í flug. Nei, við verðum að hætta þessari vitleysu og koma upp lágmarksbráðamóttöku á Egilsstöðum og skurðstofu til minni aðgerða og krefjast þess að hér verði alltaf staðsett sjúkraflugvél, annað er óviðunandi fyrir íbúa Austurlands svo og það fagfólk sem starfar hér. Hvar er eiginlega heilbrigðisráðherra? Hvar eru sveitasjórnarmenn og -konur ? Hvar er fagfólkið? Hvar ætlum við að vera, hvað ætlum við að gera? Af hverju heyrist ekki í ykkur, af hverju er allt á bak við tjöldin? Það er tími til kominn að draga frá og vakna. Ætlum við að halda áfram að tipla á tánum til þess eins að að halda ímyndaðan frið? Mál þingmannaÞetta er mál þingmanna fjórðungsins og sveitarsjórnarmanna sem hingað til hafa ekki haft kjark eða þor til að framkvæma það sem gera þarf. Sjúkrahúsið á Norðfirði var kannski nauðsynlegt á sínum tíma og að hluta til enn, en tímarnir breytast, en við gleymdum því og sitjum því í súpunni í dag. Það er vitað mál að Reyðarfjörður og Egilsstaðir/Fellabær verða hjarta Austurlands ásamt Seyðisfirði; Reyðarfjörður vegna hinnar miklu uppbyggingar sem þar fer í hönd, Seyðisfjörður vegna ferjunnar og Egilsstaðir/Fellabær vegna staðsetningar, flugvallar og mikillar fólksaukningar. Við viljum bráðamóttöku á Egilsstöðum. Við viljum skurðstofu fyrir minni aðgerðir og fagfólk við hana.Við viljum sjúkraflugvél á Egilsstaðavöll strax. Við viljum fæðingardeild áfram á Egilsstöðum. Þetta er eitthvað sem við megum ekki hvika frá hvað sem á gengur. Á síðasta ári skilst mér að hér á Austur-Héraði hafi fjölgað um 80 manns og þá er ekki talið með allt það fólk sem er hér á svæðinu en er ekki með lögheimili sitt hér, en þjónustan er skert, sér einhver glóru í því? Þurfa virkilega einhverjir hræðilegir hlutir að gerast til að við hér á Héraði vöknum til meðvitundar og látum heyra í okkur. Eigum við endalaust að bíða með okkar þarfir í heilbrigðismálum, til þess eins að halda frið í pólitíkinni? Það var gjarnan þannig, man ég, að þau ár sem ég ólst upp á höfuðborgarsvæðinu var talað um að ekki væru sett upp umferðarljós á slæm gatnamót fyrr en einhver lét lífið, erum við að bíða eftir því? Í guðanna bænum vaknið þið áður en til þess kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Sigurlaug Gísladóttir Það er búið að loka fæðingardeildinni á Egilsstöðum. Hvað er að gerast? Og hvað er fólk á Héraði að hugsa? Það fást ekki læknar til starfa. Það fást ekki ljósmæður til starfa. Það fæst ekki fagfólk yfirleitt til starfa. Hvers vegna? Svör: Það vantar aðstöðu. Það treystir sér ekki til að starfa nema við sjúkrahús. Það vill bara starfa með því sem er kallað þverfaglegt teymi. Hver sem skýringin er þá er eitthvað verulega að í stjórnun á heilbrigðiskerfinu að láta þetta fara svona. Við getum reyndar sjálfum okkur um kennt, við höfum sofið á vaktinni í skjóli þess að við höfum haft frábæra heilsugæslu, allavega hér á Egilsstöðum þar sem ég þekki til frá því að ég flutti hingað. Við höfum tekið því sem sjálfsögðum hlut að svo yrði það áfram, en nú verðum við að fara að vakna, því þetta frábæra fólk sem við höfum haft hér er ekki eilíft frekar en aðrir og það þarf sín frí eins og við hin. Og allar stéttir þurfa að endurnýjast, annars staðna hlutirnir. Við höfum dritað þjónustunni hér um allan fjórðung til þess eins að halda friðinn , sem nú er í raun að verða þess valdandi að við erum að missa allt frá okkur, eitt er á Seyðisfirði, annað á Norðfirði sumt á Egilsstöðum og enn annað á Eskifirði, ég meina, er ekki allt í lagi hjá okkur. Bráðamóttöku þörfÞetta verðum við að setja á einn stað og þar sem við vitum að það mun ekki rísa á Austurlandi hátæknisjúkrahús verður þetta að vera þar sem flugsamgöngur eru hvað bestar hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Því hvaða glóra er í því að hendast með fársjúkt fólk allt frá Djúpavogi til Borgarfjarðar á Norðfjörð, til þess eins að flytja það upp í Egilsstaði í flug til Akureyrar eða Reykjavíkur eins og svo mörg dæmi sanna. Þar tala ég af reynslu og hef oft hugsað um það ef kona t.d. á Djúpavogi hefði lent í því sama og ég, þá bið ég guð að hjálpa henni. Verð ég alltaf óskaplega þakklát fyrir það að sjúkravélin var til staðar á vellinum því að ég hefði svo sannarlega ekki vilja bæta bílferð á Norðfjörð fram og til baka og lengja þannig þennan hræðilega tíma, að vera með fársjúkt barn í fanginu og vita ekki hvað var að og ekki hægt að rannsaka nema á hátæknisjúkrahúsi, sem við höfum ekki hér í fjórðungnum. Og hvað með hjartasjúklinga, hvers eiga þeir að gjalda, við vitum öll að þar skipta fyrstu klst. öllu máli og hvaða vit er það að fara með mann t.d. ofanaf Jökuldal alla leið á Norðfjörð til þess eins að hann sé úrskurðaður í flug á hátæknisjúkrahús og því er brunað með hann aftur upp í Egilsstaði í flug. Nei, við verðum að hætta þessari vitleysu og koma upp lágmarksbráðamóttöku á Egilsstöðum og skurðstofu til minni aðgerða og krefjast þess að hér verði alltaf staðsett sjúkraflugvél, annað er óviðunandi fyrir íbúa Austurlands svo og það fagfólk sem starfar hér. Hvar er eiginlega heilbrigðisráðherra? Hvar eru sveitasjórnarmenn og -konur ? Hvar er fagfólkið? Hvar ætlum við að vera, hvað ætlum við að gera? Af hverju heyrist ekki í ykkur, af hverju er allt á bak við tjöldin? Það er tími til kominn að draga frá og vakna. Ætlum við að halda áfram að tipla á tánum til þess eins að að halda ímyndaðan frið? Mál þingmannaÞetta er mál þingmanna fjórðungsins og sveitarsjórnarmanna sem hingað til hafa ekki haft kjark eða þor til að framkvæma það sem gera þarf. Sjúkrahúsið á Norðfirði var kannski nauðsynlegt á sínum tíma og að hluta til enn, en tímarnir breytast, en við gleymdum því og sitjum því í súpunni í dag. Það er vitað mál að Reyðarfjörður og Egilsstaðir/Fellabær verða hjarta Austurlands ásamt Seyðisfirði; Reyðarfjörður vegna hinnar miklu uppbyggingar sem þar fer í hönd, Seyðisfjörður vegna ferjunnar og Egilsstaðir/Fellabær vegna staðsetningar, flugvallar og mikillar fólksaukningar. Við viljum bráðamóttöku á Egilsstöðum. Við viljum skurðstofu fyrir minni aðgerðir og fagfólk við hana.Við viljum sjúkraflugvél á Egilsstaðavöll strax. Við viljum fæðingardeild áfram á Egilsstöðum. Þetta er eitthvað sem við megum ekki hvika frá hvað sem á gengur. Á síðasta ári skilst mér að hér á Austur-Héraði hafi fjölgað um 80 manns og þá er ekki talið með allt það fólk sem er hér á svæðinu en er ekki með lögheimili sitt hér, en þjónustan er skert, sér einhver glóru í því? Þurfa virkilega einhverjir hræðilegir hlutir að gerast til að við hér á Héraði vöknum til meðvitundar og látum heyra í okkur. Eigum við endalaust að bíða með okkar þarfir í heilbrigðismálum, til þess eins að halda frið í pólitíkinni? Það var gjarnan þannig, man ég, að þau ár sem ég ólst upp á höfuðborgarsvæðinu var talað um að ekki væru sett upp umferðarljós á slæm gatnamót fyrr en einhver lét lífið, erum við að bíða eftir því? Í guðanna bænum vaknið þið áður en til þess kemur.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun