Heilbrigðismál á héraði 13. júní 2004 00:01 Sigurlaug Gísladóttir Það er búið að loka fæðingardeildinni á Egilsstöðum. Hvað er að gerast? Og hvað er fólk á Héraði að hugsa? Það fást ekki læknar til starfa. Það fást ekki ljósmæður til starfa. Það fæst ekki fagfólk yfirleitt til starfa. Hvers vegna? Svör: Það vantar aðstöðu. Það treystir sér ekki til að starfa nema við sjúkrahús. Það vill bara starfa með því sem er kallað þverfaglegt teymi. Hver sem skýringin er þá er eitthvað verulega að í stjórnun á heilbrigðiskerfinu að láta þetta fara svona. Við getum reyndar sjálfum okkur um kennt, við höfum sofið á vaktinni í skjóli þess að við höfum haft frábæra heilsugæslu, allavega hér á Egilsstöðum þar sem ég þekki til frá því að ég flutti hingað. Við höfum tekið því sem sjálfsögðum hlut að svo yrði það áfram, en nú verðum við að fara að vakna, því þetta frábæra fólk sem við höfum haft hér er ekki eilíft frekar en aðrir og það þarf sín frí eins og við hin. Og allar stéttir þurfa að endurnýjast, annars staðna hlutirnir. Við höfum dritað þjónustunni hér um allan fjórðung til þess eins að halda friðinn , sem nú er í raun að verða þess valdandi að við erum að missa allt frá okkur, eitt er á Seyðisfirði, annað á Norðfirði sumt á Egilsstöðum og enn annað á Eskifirði, ég meina, er ekki allt í lagi hjá okkur. Bráðamóttöku þörfÞetta verðum við að setja á einn stað og þar sem við vitum að það mun ekki rísa á Austurlandi hátæknisjúkrahús verður þetta að vera þar sem flugsamgöngur eru hvað bestar hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Því hvaða glóra er í því að hendast með fársjúkt fólk allt frá Djúpavogi til Borgarfjarðar á Norðfjörð, til þess eins að flytja það upp í Egilsstaði í flug til Akureyrar eða Reykjavíkur eins og svo mörg dæmi sanna. Þar tala ég af reynslu og hef oft hugsað um það ef kona t.d. á Djúpavogi hefði lent í því sama og ég, þá bið ég guð að hjálpa henni. Verð ég alltaf óskaplega þakklát fyrir það að sjúkravélin var til staðar á vellinum því að ég hefði svo sannarlega ekki vilja bæta bílferð á Norðfjörð fram og til baka og lengja þannig þennan hræðilega tíma, að vera með fársjúkt barn í fanginu og vita ekki hvað var að og ekki hægt að rannsaka nema á hátæknisjúkrahúsi, sem við höfum ekki hér í fjórðungnum. Og hvað með hjartasjúklinga, hvers eiga þeir að gjalda, við vitum öll að þar skipta fyrstu klst. öllu máli og hvaða vit er það að fara með mann t.d. ofanaf Jökuldal alla leið á Norðfjörð til þess eins að hann sé úrskurðaður í flug á hátæknisjúkrahús og því er brunað með hann aftur upp í Egilsstaði í flug. Nei, við verðum að hætta þessari vitleysu og koma upp lágmarksbráðamóttöku á Egilsstöðum og skurðstofu til minni aðgerða og krefjast þess að hér verði alltaf staðsett sjúkraflugvél, annað er óviðunandi fyrir íbúa Austurlands svo og það fagfólk sem starfar hér. Hvar er eiginlega heilbrigðisráðherra? Hvar eru sveitasjórnarmenn og -konur ? Hvar er fagfólkið? Hvar ætlum við að vera, hvað ætlum við að gera? Af hverju heyrist ekki í ykkur, af hverju er allt á bak við tjöldin? Það er tími til kominn að draga frá og vakna. Ætlum við að halda áfram að tipla á tánum til þess eins að að halda ímyndaðan frið? Mál þingmannaÞetta er mál þingmanna fjórðungsins og sveitarsjórnarmanna sem hingað til hafa ekki haft kjark eða þor til að framkvæma það sem gera þarf. Sjúkrahúsið á Norðfirði var kannski nauðsynlegt á sínum tíma og að hluta til enn, en tímarnir breytast, en við gleymdum því og sitjum því í súpunni í dag. Það er vitað mál að Reyðarfjörður og Egilsstaðir/Fellabær verða hjarta Austurlands ásamt Seyðisfirði; Reyðarfjörður vegna hinnar miklu uppbyggingar sem þar fer í hönd, Seyðisfjörður vegna ferjunnar og Egilsstaðir/Fellabær vegna staðsetningar, flugvallar og mikillar fólksaukningar. Við viljum bráðamóttöku á Egilsstöðum. Við viljum skurðstofu fyrir minni aðgerðir og fagfólk við hana.Við viljum sjúkraflugvél á Egilsstaðavöll strax. Við viljum fæðingardeild áfram á Egilsstöðum. Þetta er eitthvað sem við megum ekki hvika frá hvað sem á gengur. Á síðasta ári skilst mér að hér á Austur-Héraði hafi fjölgað um 80 manns og þá er ekki talið með allt það fólk sem er hér á svæðinu en er ekki með lögheimili sitt hér, en þjónustan er skert, sér einhver glóru í því? Þurfa virkilega einhverjir hræðilegir hlutir að gerast til að við hér á Héraði vöknum til meðvitundar og látum heyra í okkur. Eigum við endalaust að bíða með okkar þarfir í heilbrigðismálum, til þess eins að halda frið í pólitíkinni? Það var gjarnan þannig, man ég, að þau ár sem ég ólst upp á höfuðborgarsvæðinu var talað um að ekki væru sett upp umferðarljós á slæm gatnamót fyrr en einhver lét lífið, erum við að bíða eftir því? Í guðanna bænum vaknið þið áður en til þess kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sigurlaug Gísladóttir Það er búið að loka fæðingardeildinni á Egilsstöðum. Hvað er að gerast? Og hvað er fólk á Héraði að hugsa? Það fást ekki læknar til starfa. Það fást ekki ljósmæður til starfa. Það fæst ekki fagfólk yfirleitt til starfa. Hvers vegna? Svör: Það vantar aðstöðu. Það treystir sér ekki til að starfa nema við sjúkrahús. Það vill bara starfa með því sem er kallað þverfaglegt teymi. Hver sem skýringin er þá er eitthvað verulega að í stjórnun á heilbrigðiskerfinu að láta þetta fara svona. Við getum reyndar sjálfum okkur um kennt, við höfum sofið á vaktinni í skjóli þess að við höfum haft frábæra heilsugæslu, allavega hér á Egilsstöðum þar sem ég þekki til frá því að ég flutti hingað. Við höfum tekið því sem sjálfsögðum hlut að svo yrði það áfram, en nú verðum við að fara að vakna, því þetta frábæra fólk sem við höfum haft hér er ekki eilíft frekar en aðrir og það þarf sín frí eins og við hin. Og allar stéttir þurfa að endurnýjast, annars staðna hlutirnir. Við höfum dritað þjónustunni hér um allan fjórðung til þess eins að halda friðinn , sem nú er í raun að verða þess valdandi að við erum að missa allt frá okkur, eitt er á Seyðisfirði, annað á Norðfirði sumt á Egilsstöðum og enn annað á Eskifirði, ég meina, er ekki allt í lagi hjá okkur. Bráðamóttöku þörfÞetta verðum við að setja á einn stað og þar sem við vitum að það mun ekki rísa á Austurlandi hátæknisjúkrahús verður þetta að vera þar sem flugsamgöngur eru hvað bestar hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Því hvaða glóra er í því að hendast með fársjúkt fólk allt frá Djúpavogi til Borgarfjarðar á Norðfjörð, til þess eins að flytja það upp í Egilsstaði í flug til Akureyrar eða Reykjavíkur eins og svo mörg dæmi sanna. Þar tala ég af reynslu og hef oft hugsað um það ef kona t.d. á Djúpavogi hefði lent í því sama og ég, þá bið ég guð að hjálpa henni. Verð ég alltaf óskaplega þakklát fyrir það að sjúkravélin var til staðar á vellinum því að ég hefði svo sannarlega ekki vilja bæta bílferð á Norðfjörð fram og til baka og lengja þannig þennan hræðilega tíma, að vera með fársjúkt barn í fanginu og vita ekki hvað var að og ekki hægt að rannsaka nema á hátæknisjúkrahúsi, sem við höfum ekki hér í fjórðungnum. Og hvað með hjartasjúklinga, hvers eiga þeir að gjalda, við vitum öll að þar skipta fyrstu klst. öllu máli og hvaða vit er það að fara með mann t.d. ofanaf Jökuldal alla leið á Norðfjörð til þess eins að hann sé úrskurðaður í flug á hátæknisjúkrahús og því er brunað með hann aftur upp í Egilsstaði í flug. Nei, við verðum að hætta þessari vitleysu og koma upp lágmarksbráðamóttöku á Egilsstöðum og skurðstofu til minni aðgerða og krefjast þess að hér verði alltaf staðsett sjúkraflugvél, annað er óviðunandi fyrir íbúa Austurlands svo og það fagfólk sem starfar hér. Hvar er eiginlega heilbrigðisráðherra? Hvar eru sveitasjórnarmenn og -konur ? Hvar er fagfólkið? Hvar ætlum við að vera, hvað ætlum við að gera? Af hverju heyrist ekki í ykkur, af hverju er allt á bak við tjöldin? Það er tími til kominn að draga frá og vakna. Ætlum við að halda áfram að tipla á tánum til þess eins að að halda ímyndaðan frið? Mál þingmannaÞetta er mál þingmanna fjórðungsins og sveitarsjórnarmanna sem hingað til hafa ekki haft kjark eða þor til að framkvæma það sem gera þarf. Sjúkrahúsið á Norðfirði var kannski nauðsynlegt á sínum tíma og að hluta til enn, en tímarnir breytast, en við gleymdum því og sitjum því í súpunni í dag. Það er vitað mál að Reyðarfjörður og Egilsstaðir/Fellabær verða hjarta Austurlands ásamt Seyðisfirði; Reyðarfjörður vegna hinnar miklu uppbyggingar sem þar fer í hönd, Seyðisfjörður vegna ferjunnar og Egilsstaðir/Fellabær vegna staðsetningar, flugvallar og mikillar fólksaukningar. Við viljum bráðamóttöku á Egilsstöðum. Við viljum skurðstofu fyrir minni aðgerðir og fagfólk við hana.Við viljum sjúkraflugvél á Egilsstaðavöll strax. Við viljum fæðingardeild áfram á Egilsstöðum. Þetta er eitthvað sem við megum ekki hvika frá hvað sem á gengur. Á síðasta ári skilst mér að hér á Austur-Héraði hafi fjölgað um 80 manns og þá er ekki talið með allt það fólk sem er hér á svæðinu en er ekki með lögheimili sitt hér, en þjónustan er skert, sér einhver glóru í því? Þurfa virkilega einhverjir hræðilegir hlutir að gerast til að við hér á Héraði vöknum til meðvitundar og látum heyra í okkur. Eigum við endalaust að bíða með okkar þarfir í heilbrigðismálum, til þess eins að halda frið í pólitíkinni? Það var gjarnan þannig, man ég, að þau ár sem ég ólst upp á höfuðborgarsvæðinu var talað um að ekki væru sett upp umferðarljós á slæm gatnamót fyrr en einhver lét lífið, erum við að bíða eftir því? Í guðanna bænum vaknið þið áður en til þess kemur.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun