Endalok forsetaembættisins 13. júní 2004 00:01 Baldur Ágústsson, forsetaframbjóðandi Ég óttast að við Íslendingar séum að horfa á endalok forsetaembættisins eins og við höfum þekkt það í áratugi. Að þeir sem við höfum kosið og treyst til að stjórna landinu fyrir okkur öll, séu vegna valdagræðgi og persónulegrar óvináttu að eyðileggja forsetaembættið - sem þjóðin á og hefur litið upp til. Að þeir séu að svipta okkur hinum hlutlausa landsföður sem um leið hefur verið gæslumaður lýðræðisins. Þannig mun fara ef við höfnum ekki sundrunginni og sameinumst um að segja: Hingað og ekki lengra. Við verðum öll að veita þessum "trúnaðarmönnum" okkar áminningu og kjósa okkur ópólitískan forseta. Vaxandi skuldasöfnun ungmenna Vaxandi skuldasöfnun ungmenna er áhyggjuefni. Þau koma úr skólum með plastkort í vasanum og lánamöguleika hjá bönkum. Þau hafa enga fræðslu fengið í leikreglum lífsins. Þau vita allt um tölvur - en ekkert um hvað tölvulánið mun kosta þau þegar upp er staðið. Þau hafa bílpróf og taka lán fyrir bíl án þess að hafa hugmynd um þá snöru sem lán geta verið. Ég segi þetta ekki þeim til hnjóðs - það erum við hin eldri sem berum ábyrgð á að mennta þau í leikreglum lífsins. Við skuldum þeim kennslu í að fóta sig á svelli fjármálanna. Baráttan við fíkniefnin Baráttan við fíkniefnin verður að fá forgang áður en hún tapast endanlega, eins og þegar hefur gerst hjá sumum þjóðum. Þetta böl, sem þrífst í þögninni, veldur dauða tuga fólks á hverju ári og hefur skilið við þúsundir vina og ættingja þeirra og annarra neytenda í örvæntingu og vonleysi. Ef nokkur þjóð hefur aðstæður, þekkingu og getu til að ráða niðurlögum fíkniefnapúkans þá erum það við Íslendingar. Það er fátt sem stoppar okkur þegar við tökum höndum saman, það höfum við margsýnt. Vilji er allt sem þarf - vilji til að setja unga fólkið í forgang. Umönnun aldraðra og sjúkra Umönnun aldraðra og sjúkra er mér ofarlega í huga. Það er okkur til skammar, að sjúkir þurfi að bíða mánuði eða ár eftir aðgerð, að lyfjaverð sé svo hátt að sumir sjúklingar hafi ekki efni á þeim og deildum sjúkrahúsa sé lokað svo biðlistarnir lengjast enn. Ég hef búið í Bretlandi hluta úr ári í mörg ár. Þar hef ég fylgst með þróun þessara mála og séð hvert sú leið liggur sem við erum að byrja að feta hér á landi. Það er ófögur sjón - og er þá vægt til orða tekið.Við erum ein ríkasta þjóð á vesturlöndum - við getum gert betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Baldur Ágústsson, forsetaframbjóðandi Ég óttast að við Íslendingar séum að horfa á endalok forsetaembættisins eins og við höfum þekkt það í áratugi. Að þeir sem við höfum kosið og treyst til að stjórna landinu fyrir okkur öll, séu vegna valdagræðgi og persónulegrar óvináttu að eyðileggja forsetaembættið - sem þjóðin á og hefur litið upp til. Að þeir séu að svipta okkur hinum hlutlausa landsföður sem um leið hefur verið gæslumaður lýðræðisins. Þannig mun fara ef við höfnum ekki sundrunginni og sameinumst um að segja: Hingað og ekki lengra. Við verðum öll að veita þessum "trúnaðarmönnum" okkar áminningu og kjósa okkur ópólitískan forseta. Vaxandi skuldasöfnun ungmenna Vaxandi skuldasöfnun ungmenna er áhyggjuefni. Þau koma úr skólum með plastkort í vasanum og lánamöguleika hjá bönkum. Þau hafa enga fræðslu fengið í leikreglum lífsins. Þau vita allt um tölvur - en ekkert um hvað tölvulánið mun kosta þau þegar upp er staðið. Þau hafa bílpróf og taka lán fyrir bíl án þess að hafa hugmynd um þá snöru sem lán geta verið. Ég segi þetta ekki þeim til hnjóðs - það erum við hin eldri sem berum ábyrgð á að mennta þau í leikreglum lífsins. Við skuldum þeim kennslu í að fóta sig á svelli fjármálanna. Baráttan við fíkniefnin Baráttan við fíkniefnin verður að fá forgang áður en hún tapast endanlega, eins og þegar hefur gerst hjá sumum þjóðum. Þetta böl, sem þrífst í þögninni, veldur dauða tuga fólks á hverju ári og hefur skilið við þúsundir vina og ættingja þeirra og annarra neytenda í örvæntingu og vonleysi. Ef nokkur þjóð hefur aðstæður, þekkingu og getu til að ráða niðurlögum fíkniefnapúkans þá erum það við Íslendingar. Það er fátt sem stoppar okkur þegar við tökum höndum saman, það höfum við margsýnt. Vilji er allt sem þarf - vilji til að setja unga fólkið í forgang. Umönnun aldraðra og sjúkra Umönnun aldraðra og sjúkra er mér ofarlega í huga. Það er okkur til skammar, að sjúkir þurfi að bíða mánuði eða ár eftir aðgerð, að lyfjaverð sé svo hátt að sumir sjúklingar hafi ekki efni á þeim og deildum sjúkrahúsa sé lokað svo biðlistarnir lengjast enn. Ég hef búið í Bretlandi hluta úr ári í mörg ár. Þar hef ég fylgst með þróun þessara mála og séð hvert sú leið liggur sem við erum að byrja að feta hér á landi. Það er ófögur sjón - og er þá vægt til orða tekið.Við erum ein ríkasta þjóð á vesturlöndum - við getum gert betur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar