Endalaus innflutningur 13. júní 2004 00:01 Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur. Viðskiptahalli mældist á fyrsta ársfjórðungi um 13 milljarða króna samkvæmt uppgjöri Seðlabankans. Þetta er ríflega 10 milljarða meiri halli en á sama tíma í fyrra og má rekja aukninguna að hluta til þess að innflutningur er að aukast mun hraðar en útflutningur og á það bæði við um vörur og þjónustu. Það er ekkert óeðlilegt að innflutningur aukist í uppsveiflu og almennt sveiflast innflutningur meira en hagvöxtur. Þrír mánuðir eru reyndar stuttur tími og því verður að varast að oftúlka hreyfingar á svo stuttum tíma, en ýmsar upplýsingar leynast þó í tölum um vöruinnflutning á fyrstu þremur mánuðum ársins. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs var vöruinnflutningur 18% meiri að raungildi en á sama tíma í fyrra samkvæmt upplýsingum Hagstofu. Hluta þessarar aukningar má rekja til virkjanaframkvæmda á Austurlandi, enda hefur innflutningur á fjárfestingarvörum aukist um ríflega 35%. En hvað um innflutningsvörur aðrar en til stóriðjuframkvæmda? Innflutningur á neysluvörum hefur aukist langt umfram aukningu tekna á þessu tímabili. Þannig hefur kaupmáttur launa aukist á fyrsta ársfjórðungi um tæplega 1½% miðað við sama tíma í fyrra. Innflutningur á neysluvörum hefur á hinn bóginn aukist um nálægt 15%. Mest ber á innflutningi á fólksbifreiðum sem hefur aukist að verðmæti um fjórðung frá 2003. Fjöldi skráðra bifreiða á sama tíma jókst um tæplega 20%. Þetta gæti bent til þess að við séum að kaupa dýrari bíla en áður. Við höldum áfram að kaupa heimilistæki, en innflutningur á þeim jókst um 20% á fyrsta ársfjórðungi og innflutningur á fatnaði jókst um 10%. En fleira vekur athygli. Þannig hefur innflutningur á matvörum aukist um 15% frá því í fyrra. Þetta er mikil aukning þar sem almennt má búast við að þessi liður vaxi jafnt og þétt. Nokkrar skýringar má finna, en saman skýra þær þó ekki allan þennan vöxt. Til dæmis voru páskar aðeins fyrr á ferðinni í ár og má því sjá innflutning vegna páskanna að mestu á þessu ári en aðeins að hluta í fyrra. Þá má gera ráð fyrir því að erlendir verkamenn við virkjanaframkvæmdir standi undir hluta aukningarinnar. En ef innflutningur á neysluvörum eykst um 15% á sama tíma og kaupmáttur eykst um 1½%, hvað þýðir það um afkomu heimilanna? Ef allt sem er innflutt er selt og ef sala á innlendum vörum minnkar ekki að sama skapi, þá þýðir þetta að skuldir heimilanna eru enn að aukast, en á árinu 2003 voru þær metnar 180% af ráðstöfunartekjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur. Viðskiptahalli mældist á fyrsta ársfjórðungi um 13 milljarða króna samkvæmt uppgjöri Seðlabankans. Þetta er ríflega 10 milljarða meiri halli en á sama tíma í fyrra og má rekja aukninguna að hluta til þess að innflutningur er að aukast mun hraðar en útflutningur og á það bæði við um vörur og þjónustu. Það er ekkert óeðlilegt að innflutningur aukist í uppsveiflu og almennt sveiflast innflutningur meira en hagvöxtur. Þrír mánuðir eru reyndar stuttur tími og því verður að varast að oftúlka hreyfingar á svo stuttum tíma, en ýmsar upplýsingar leynast þó í tölum um vöruinnflutning á fyrstu þremur mánuðum ársins. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs var vöruinnflutningur 18% meiri að raungildi en á sama tíma í fyrra samkvæmt upplýsingum Hagstofu. Hluta þessarar aukningar má rekja til virkjanaframkvæmda á Austurlandi, enda hefur innflutningur á fjárfestingarvörum aukist um ríflega 35%. En hvað um innflutningsvörur aðrar en til stóriðjuframkvæmda? Innflutningur á neysluvörum hefur aukist langt umfram aukningu tekna á þessu tímabili. Þannig hefur kaupmáttur launa aukist á fyrsta ársfjórðungi um tæplega 1½% miðað við sama tíma í fyrra. Innflutningur á neysluvörum hefur á hinn bóginn aukist um nálægt 15%. Mest ber á innflutningi á fólksbifreiðum sem hefur aukist að verðmæti um fjórðung frá 2003. Fjöldi skráðra bifreiða á sama tíma jókst um tæplega 20%. Þetta gæti bent til þess að við séum að kaupa dýrari bíla en áður. Við höldum áfram að kaupa heimilistæki, en innflutningur á þeim jókst um 20% á fyrsta ársfjórðungi og innflutningur á fatnaði jókst um 10%. En fleira vekur athygli. Þannig hefur innflutningur á matvörum aukist um 15% frá því í fyrra. Þetta er mikil aukning þar sem almennt má búast við að þessi liður vaxi jafnt og þétt. Nokkrar skýringar má finna, en saman skýra þær þó ekki allan þennan vöxt. Til dæmis voru páskar aðeins fyrr á ferðinni í ár og má því sjá innflutning vegna páskanna að mestu á þessu ári en aðeins að hluta í fyrra. Þá má gera ráð fyrir því að erlendir verkamenn við virkjanaframkvæmdir standi undir hluta aukningarinnar. En ef innflutningur á neysluvörum eykst um 15% á sama tíma og kaupmáttur eykst um 1½%, hvað þýðir það um afkomu heimilanna? Ef allt sem er innflutt er selt og ef sala á innlendum vörum minnkar ekki að sama skapi, þá þýðir þetta að skuldir heimilanna eru enn að aukast, en á árinu 2003 voru þær metnar 180% af ráðstöfunartekjum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar