Innlent

Biðlistar styttust

Biðlistar eftir skurðaðgerðum á Landspítala - háskólasjúkrahúsi styttust á fyrstu sex mánuðum ársins þrátt fyrir sparnaðaraðgerðir. Skurðaaðgerðum fjölgaði þá um 3,4 prósent samanborið við fyrri helming síðasta árs. Mest aukning varð í dagdeildaraðgerðum en þeim fjölgaði um rúm fjörutíu prósent. Hjartaþræðingum, kransæðavíkkunum og gangráðsígræðslum hefur fækkað en aðrir þættir hjartalækninga aukist þannig að biðlistar eru nánast ekki fyrir hendi. Í skýrslu forstjóra og framkvæmdastjórnar segir að rekstur flestra sviða sé innan ramma fjárhagsáætlunar. Komum á göngudeildir fjölgar talsvert á milli ára en meðallegutími styttist lítillega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×