Innlent

Reyndi að flýja lögregluna

Bílar skemmdust í Keflavík í nótt þegar lögreglan elti ungan ökumann um bæinn. Lögreglan hóf eftirför eftir að ökumaðurinn, sem grunaður er um ölvun, neitaði að stöðva bifreið sína. Eftirförinni lauk í Sandgerði eftir að ökumaðurinn ók á fiskikör suður í Sandgerði en áður hafði hann keyrt utan í lögreglubifreið. Tveir voru í bílnum og eru þeir báðir heilir en bíll þeirra mikið skemmdur. Rólegt var hjá öðrum lögreglumönnum á vakt í nótt, meira að segja í Reykjavík þar sem töluverður mannfjöldi safnaðist saman í miðborginni. Einn lögreglumaður orðaði það svo í samtali við fréttastofu að hann ætti kannski að fara að leita sér að æsandi skrifstofustarfi þar sem síminn hringdi við og við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×