Spennandi lambahryggur 19. nóvember 2004 00:01 Úr eldhúsinu á Einari Ben.Gordon Lee matreiðslumaður Rósmarín- og hvítlauksstunginn lambahryggur og langtímaeldaðir kirsuberjatómatar. Kartöflur með og borið fram með myntuhollandaise. Stungið er í hryggvöðvana og litlum rósmarín og klofnum hvítlauksrifjum stungið í götin, hryggurinn er síðan saltaður og pipraður og smá ólífuolíu skvett yfir hann. Bakið hrygginn 180° C í 20 mínútur. Lækkið síðan hitann niður í 90° C og hafið hrygginn í ofninum í 15 mínútur til viðbótar. Kirsuberjatómatarnir eru skornir í tvennt og skvett yfir þá örlítilli ólífuolíu og nokkrum timjangreinum. Þunnt skornum hvítlauksrifjum stráð yfir þá og örlitlu salti. Bakið tómatana á 50° C í tvær klukkustundir. Kartöflurnar eru stungnar út og skornar til og eldaðar í smjöri og smá vatni á háum hita þar til vatnið er gufað upp og er þá bætt við smá vatni aftur og þessi aðferð er endurtekin þar til þær eru mjúkar í gegn. Gott er að hafa nokkrar timjangreinar með á pönnunni. Saltið kartöflurnar örlítið eftir eldun.Myntuhollandaise:30 ml hvítvínsedik 6 hvít piparkorn 3 eggjarauður 170 g hreinsað smjör (volgt) 1 tsk. sítrónusafi smá salt 7 myntulauf Hvítvínsedikið er soðið niður ásamt piparkornunum og kornin fjarlægð og edikið kælt. Hitið vatnið og bætið út í edikið. Eggjarauðurnar og edikblandan eldað í stálskál yfir vatnsbaði þar til blandan er fallega þykk, notið gúmmísleif og hrærið í botninum á skálinni allan tímann. Takið skálina af vatnsbaðinu. Volgu smjörinu er bætt við smátt og smátt og hrært í á meðan þar til allt smjörið er komið saman við. Sítrónusafanum er síðan bætt saman við. Smakkið til með salti og fínskerið myntublöðinn saman við. Tilvalið er að bera fram aspas með réttinum því hann passar vel með sósunni. Lambakjöt Sósur Uppskriftir Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Úr eldhúsinu á Einari Ben.Gordon Lee matreiðslumaður Rósmarín- og hvítlauksstunginn lambahryggur og langtímaeldaðir kirsuberjatómatar. Kartöflur með og borið fram með myntuhollandaise. Stungið er í hryggvöðvana og litlum rósmarín og klofnum hvítlauksrifjum stungið í götin, hryggurinn er síðan saltaður og pipraður og smá ólífuolíu skvett yfir hann. Bakið hrygginn 180° C í 20 mínútur. Lækkið síðan hitann niður í 90° C og hafið hrygginn í ofninum í 15 mínútur til viðbótar. Kirsuberjatómatarnir eru skornir í tvennt og skvett yfir þá örlítilli ólífuolíu og nokkrum timjangreinum. Þunnt skornum hvítlauksrifjum stráð yfir þá og örlitlu salti. Bakið tómatana á 50° C í tvær klukkustundir. Kartöflurnar eru stungnar út og skornar til og eldaðar í smjöri og smá vatni á háum hita þar til vatnið er gufað upp og er þá bætt við smá vatni aftur og þessi aðferð er endurtekin þar til þær eru mjúkar í gegn. Gott er að hafa nokkrar timjangreinar með á pönnunni. Saltið kartöflurnar örlítið eftir eldun.Myntuhollandaise:30 ml hvítvínsedik 6 hvít piparkorn 3 eggjarauður 170 g hreinsað smjör (volgt) 1 tsk. sítrónusafi smá salt 7 myntulauf Hvítvínsedikið er soðið niður ásamt piparkornunum og kornin fjarlægð og edikið kælt. Hitið vatnið og bætið út í edikið. Eggjarauðurnar og edikblandan eldað í stálskál yfir vatnsbaði þar til blandan er fallega þykk, notið gúmmísleif og hrærið í botninum á skálinni allan tímann. Takið skálina af vatnsbaðinu. Volgu smjörinu er bætt við smátt og smátt og hrært í á meðan þar til allt smjörið er komið saman við. Sítrónusafanum er síðan bætt saman við. Smakkið til með salti og fínskerið myntublöðinn saman við. Tilvalið er að bera fram aspas með réttinum því hann passar vel með sósunni.
Lambakjöt Sósur Uppskriftir Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira